Markadrottningin snýr aftur

Ashley Bares í leik með Stjörnunni.
Ashley Bares í leik með Stjörnunni. mbl.is

Marka­drottn­ing Íslands­móts­ins í knatt­spyrnu 2011, Ashley Bares frá Banda­ríkj­un­um, mun snúa aft­ur til Íslands í mars og leika með Stjörn­unni í Garðabæ. Bares lék í fyrsta skipti á Íslandi á síðustu leiktíð og átti stór­an þátt í fyrsta Íslands­meist­ara­titli Stjörn­unn­ar í meist­ara­flokki í knatt­spyrnu en alls skoraði hún 21 mark í Pepsí-deild­inni.

„Ashley gaf mjög sterkt til kynna fyr­ir lok síðasta keppn­is­tíma­bils að hún hefði áhuga á að koma aft­ur, enda mjög ánægð með fé­lagið, liðsfé­lag­ana og þjálf­ar­ana,“ sagði Ein­ar Páll Tamimi, formaður meist­ara­flokks­ráðs kvenna hjá Stjörn­unni, í sam­tali við net­miðil­inn Fót­bolta.net sem greindi frá mál­inu í gær­kvöldi.

Ein­ar sagði jafn­framt að Bares hafði dvalið í Banda­ríkj­un­um frá því að Íslands­mót­inu lauk og yrði þar næstu mánuðina. „Hún hef­ur eytt haust­inu í fríi með fjöl­skyldu og vin­um í Wiscons­in en kem­ur aft­ur til Stjörn­unn­ar í mars­mánuði,“ sagði Ein­ar og lýsti ánægju sinni með niður­stöðuna.

„Við erum að sjálf­sögðu gríðarlega sátt við end­ur­komu henn­ar, enda leit­un að öðrum eins marka­skor­ara í ís­lensku deild­inni og jafn­vel víðar,“ sagði Ein­ar enn­frem­ur í fram­an­greindu viðtali.

Íslands­meist­ar­arn­ir tefla því vænt­an­lega fram afar öfl­ugu liði í titil­vörn sinni næsta sum­ar en síðsum­ars end­ur­heimti fé­lagið markvörð sinn, Söndru Sig­urðardótt­ur úr at­vinnu­mennsku í Svíþjóð. Á síðustu leiktíð vann liðið alla leiki sína nema einn og vann fimmtán í röð sem er met í efstu deild kvenna.

kris@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka