Atli Guðnason skoraði eina mark leiksins þegar FH vann Fram, 1:0, í Pepsi-deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld.
Leikurinn var lítið fyrir augað og var ekki mikið um marktækifæri. Halldór Hermann Jónsson komst næst því að skora í fyrri hálfleik en hann skaut framhjá úr fínu færi.
Í seinni hálfleik voru það FH-ingar sem sköpuðu sér betri færi og sjö mínútum fyrir leikslok tókst Atla Guðnasyni að skora sigurmarkið með skoti í teignum eftir fyrirgjöf Guðjóns Árna Antoníussonar.
Framarar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin undir lokin en heimamenn héldu fengnum hlut og innbyrtu góðan sigur, 1:0.
Nánari umfjöllun um leikinn verður í Morgunblaðinu á morgun en mynbandsviðtöl koma inn á mbl.is seinna í kvöld.
Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Guðjón Árni Antoníusson, Freyr Bjarnason, Guðmann Þórisson, Viktor Örn Guðmundsson; Pétur Viðarsson, Bjarki Gunnlaugsson, Björn Daníel Sverrisson; Ólafur Páll Snorrason, Atli Guðnason, Atli Viðar Björnsson.
Varamenn: Róbert Örn Óskarsson (M), Emil Pálsson, Jón Ragnar Jónsson, Einar Karl Ingvarsson, Hafþór Þrastarson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Ingimar Elí Hlynsson.
Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson (M), Almarr Ormarsson, Alan Lowing, Kristján Hauksson, Sam Tillen; Jón Gunnar Eysteinsson, Halldór Hermann Jónsson, Sam Hewson; Hólmbert Aron Friðjónsson, Orri Gunnarsson; Steve Lennon.
Varamenn: Denis Cardaklija (M), Kristinn Ingi Halldórsson, Daði Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Sveinbjörn Jónasson, Gunnar Oddgeir Birgisson, Stefán Birgir Jóhannesson.