Stjarnan og ÍA enn ósigruð í deildinni

Einar Logi Einarsson hjá ÍA og Kennie Chopart hjá Stjörnunni …
Einar Logi Einarsson hjá ÍA og Kennie Chopart hjá Stjörnunni í baráttu um boltann í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Eggert

Stjarnan mætti ÍA í 5. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Stjörnuvellinum í Garðabæ klukkan 19.15. Liðin skildu jöfn 1:1 eftir baráttuleik þar sem Stjarnan var 1:0 yfir að loknum fyrri hálfleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Garðar Jóhannsson skoraði fyrir Stjörnuna úr vítaspyrnu á 45. mínútu en Garðar Gunnlaugsson jafnaði fyrir ÍA á 73. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Lið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson - Jóhann Laxdal, Alexander Scholz, Daníel Laxdal, Hörður Árnason - Atli Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson, Baldvin Sturluson - Kennie Chopart, Garðar Jóhannsson, Mads Laudrup.
Varamenn: Arnar Darri Pétursson - Hilmar Þór Hilmarsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Sindri Páll Sigurþórsson, Gunnar Þór Jónsson, Snorri Páll Blöndal, Darri Steinn Konráðsson.

Lið ÍA: Páll Gísli Jónsson - Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Kári Ársælsson, Ármann Smári Björnsson, Einar Logi Einarsson - Jóhannes Karl Guðjónsson, Mark Doninger, Arnar Már Guðjónsson - Gary Martin, Jón Vilhelm Ákason, Ólafur Valdimarsson.
Varamenn: Árni Snær Ólafsson - Aron Ýmir Pétursson, Garðar Gunnlaugsson, Andri Adolphsson, Eggert Kári Karlsson, Dean Martin, Andri Alexandersson.

Stjarnan 1:1 ÍA opna loka
90. mín. Mark Doninger (ÍA) á skot framhjá Freistaði gæfunnar af löngu færi. Fast skot en talsvert framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert