Þór/KA hefur samið við sóknarsinnaða miðjumanninn Rebeccu Johnson sem kemur til liðsins frá Dalsjöfors í Svíþjóð en sænska félagið varð gjaldþrota á dögunum.
Johnson var fyrirliði Dalsjöfors sem var á toppi suðurhluta sænsku 1. deildarinnar þegar liðið varð gjaldþrota. Að sögn Jóhanns Kristins Gunnarssonar þjálfara Þórs/KA er um öflugan liðstyrk að ræða fyrir liðið sem er á toppi Pepsideildarinnar.
Þór/KA mætir Val í stórleik á Hlíðarenda á eftir kl. 18 en Johnson, sem er komin til landsins, er ekki komin með leikheimild fyrir þann slag. Hún samdi við Þór/KA út leiktíðina en Jóhann Gunnar útilokar ekki að þessi 23 ára gamli leikmaður verði lengur hjá liðinu.