Söguleg stund í Garðabæ

Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar með boltann í leiknum í kvöld.
Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigurgeir S.

Mark Doninger skoraði tvö af mörkum Stjörnunnar sem vann Þrótt R. 3:0 í undanúrslitunum í bikarkeppni karla í fótbolta, Borgunarbikarsins. Stjarnan er þar með komin í úrslit bikarsins í fyrsta skipti í sögu félagsins, sögulegt það. Fyrsta mark Doninger kom á 25. mínútu en það síðara á 66. en Alexander Scholz bætti við því þriðja á 84. mínútu.

Stjarnan var mikið sterkari aðilinn í leiknum en Þróttarar börðust vel og geta verið sáttir við framgöngu sína í keppninni. Grindavík og KR mætast svo á morgun og það lið sem hefur betur mætir Stjörnunni á Laugardalsvelli.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Stjörnunnar: Mark: Arnar Darri Pétursson. Vörn: Baldvin Sturluson, Tryggvi S. Bjarnason, Daníel Laxdal, Hörður Árnason. Miðja: Jóhann Laxdal, Mark Doninger, Atli Jóhannsson, Alexander Scholz, Atli Jóhannsson, Halldór Orri Björnsson. Sókn: Ellert Hreinsson.
Varamenn: Ingvar Jónsson (m), Hilmar Þór Hilmarsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Sindri Már Sigurþórsson, Gunnar Örn Jónsson, Snorri Páll Blöndal, Kennie Chopart.

Lið Þróttar: Mark: Ögmundur Ólafsson. Vörn: Helgi Pétur Magnússon, Erlingur Jack Guðmundsson, Karl Brynjar Björnsson, Hlynur Hauksson. Miðja: Daði Bergsson, Kristinn Steinar Kristinsson, Halldór Arnar Hilmisson, Arnþór Ari Atlason, Oddur Björnsson. Sókn: Vilhjálmur Pálmason.
Varamenn: Kristján Einar Auðunsson, Andri Gíslason, Hermann Á. Björnsson, Snæbjörn Valur Ólafsson (m), Ingvar Þór Ólason, Guðfinnur Þ. Ómarsson, Sigmundur Kristjánsson.

Stjarnan 3:0 Þróttur R. opna loka
90. mín. Arnþór Ari Atlason (Þróttur R.) á skot framhjá þetta vel framhjá og lítil hætta. Þetta er of lítið og of seint hjá gestunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert