Víkingur Ólafsvík fékk í dag liðstyrk fyrir átökin í Pepsi-deildinni í fótbolta en Ólsarar sömdu við króatíska varnarmanninn Mate Dujilo út tímabilið.
Dujilo er þrítugur og kemur til Ólsara frá norska C-deildarliðinu Alta en hann hefur áður spilað með MYPA í Finnlandi og NK Zadar í heimalandinu.
Dujilo er kominn með leikheimild og getur því verið með Ólsurum er þeir taka á móti Keflavík í slag tveggja stigalausra liða á Ólafsvíkurvelli á fimmtudaginn.