Pálína samdi við Grindavík

Pálína Gunnlaugsdóttir landaði stóru titlunum með Keflavík á nýafstaðinni leiktíð.
Pálína Gunnlaugsdóttir landaði stóru titlunum með Keflavík á nýafstaðinni leiktíð. mbl.is/Eggert

Pálína María Gunn­laugs­dótt­ir hef­ur samið við Grinda­vík til næstu tveggja ára og mun því mæta gul­klædd til leiks í Dom­in­os­deild­inni í körfuknatt­leik á kom­andi leiktíð.

Þetta kem­ur fram á karf­an.is. Pálína átti frá­bært tíma­bil með meist­araliði Kefla­vík­ur sem vann alla stóru titl­ana á ný­af­staðinni leiktíð, og var meðal ann­ars kjör­in besti leikmaður og besti varn­ar­maður Dom­in­os­deild­ar­inn­ar í vor, en hún ákvað í kjöl­farið að söðla um.

Í til­kynn­ingu frá stjórn körfuknatt­leiks­deild­ar Grinda­vík­ur seg­ir að mikl­ar von­ir séu bundn­ar við Pálínu, ekki bara vegna gæða henn­ar sem leik­manns held­ur líka vegna óseðjandi þrár til að vinna titla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert