Pálína samdi við Grindavík

Pálína Gunnlaugsdóttir landaði stóru titlunum með Keflavík á nýafstaðinni leiktíð.
Pálína Gunnlaugsdóttir landaði stóru titlunum með Keflavík á nýafstaðinni leiktíð. mbl.is/Eggert

Pálína María Gunnlaugsdóttir hefur samið við Grindavík til næstu tveggja ára og mun því mæta gulklædd til leiks í Dominosdeildinni í körfuknattleik á komandi leiktíð.

Þetta kemur fram á karfan.is. Pálína átti frábært tímabil með meistaraliði Keflavíkur sem vann alla stóru titlana á nýafstaðinni leiktíð, og var meðal annars kjörin besti leikmaður og besti varnarmaður Dominosdeildarinnar í vor, en hún ákvað í kjölfarið að söðla um.

Í tilkynningu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur segir að miklar vonir séu bundnar við Pálínu, ekki bara vegna gæða hennar sem leikmanns heldur líka vegna óseðjandi þrár til að vinna titla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert