Elfar Freyr aftur til Breiðabliks

Elfar Freyr Helgason handsalar samning við Atla Sigurðarson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar …
Elfar Freyr Helgason handsalar samning við Atla Sigurðarson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ljósmynd/Breiðablik

Varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason er orðinn leikmaður Breiðabliks á nýjan leik en hann gerði tveggja ára samning við félagið. Elfar varð bikarmeistari með Blikum 2009 og Íslandsmeistari ári síðar en hélt svo í atvinnumennsku.

Þetta kemur fram á stuðningsmannavef Blika, Blikar.is.

Elfar var síðast á mála hjá Randers í Danmörku en lék ekkert með liðinu. Hann var áður hjá Stabæk í Noregi og AEK Aþenu í Grikklandi.

Elfar hefur spilað 78 leiki með meistaraflokki Blika og skorað 5 mörk. Hann á að baki einn A-landsleik og fimm leiki með U21-liði Íslands.

Elfar sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í sumar að hann vildi helst komast að hjá nýju félagi erlendis en að öðrum kosti myndi hann spila með Breiðabliki hér heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert