Ólafur: Kannski vitleysa - kannski ekki

„Skiptur hlutur stiga er niðurstaðan og ég sætti mig við það,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir markalausa jafnteflið gegn FH í 15. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld.

„Leikmenn beggja liða lögðu sig fram og vildu vinna en það var eitthvað sem hindraði menn í því.“

Blikar spiluðu 120 mínútna leik í Evrópudeildinni gegn Aktobe á fimmtudaginn en Ólafur gerði aðeins eina breytingu á liðinu.

„Svona er þetta. Það er þjálfarans að velja og ég ákvað í dag að bregða út af vananum. Ég hef vanalega gert 3-4 breytingar á milli leikja en ég ákvað að koma með sama lið og eiga þá kannski frískari menn eftir. Kannski var það vitleysa hjá mér - kannski ekki.“

Allt viðtalið má sjá í myndbandinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert