Leikur Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið flautaður af. Elfar Árni Aðalsteinsson leikmaður Breiðabliks rotaðist á upphafsmínútum leiksins og virtist líflaus um tíma.
Atvikið átti sér stað á 4. mínútu. Elfar Árni fór í skallaeinvígi við Grétar Sigfinn og virtist rotast um leið. Lenti rotaður og fór líkaminn hans í krampa. Leikmenn og aðrir ruku út á völl til að aðstoða en það var strax ljóst að eitthvað alvarlegt hafði átt sér stað.
Leikmenn og aðrir starfsmenn liðanna ruku inná og hjálpuðu og þurfti að hnoða Elfar um tíma.Þögn ríkti um tíma á Kópavogsvelli.
Fyrir skömmu var svo tilkynnt að leikmenn og aðrir treystu sér ekki í að halda áfram leik.
Elvar Árni var fluttur í sjúkrabifreið af vettvangi.
Byrjunarlið Breiðabliks:Gunnleifur Gunnleifsson, Finnur Orri Margeirsson, Renee Troost, Þórður Steinar Hreiðarsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Sverrir Ingi Ingason, Kristinn Jónsson, Árni Vilhjálmsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson, Gísli Páll Helgason, Elfar Freyr Helgason, Olgeir Sigurgeirsson, Viggó Kristjánsson, Nichlas Rohde, Ellert Hreinsson.
Byrjunarlið KR:Rúnar Alex Rúnarsson (m), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Heiðar Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Óskar Örn Hauksson, Brynjar Björn Gunnarsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Atli Sigurjónsson, Jonas Grönner.
Varamenn: Guðmundur Hreiðarsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Gary Martin, Kjartan Henry Finnbogason, Emil Atlason, Torfi Karl Ólafsson, Aron Bjarki Jósepsson.