Afsökunarbeiðni frá FH-ingum

Davíð Þór Viðarsson fékk rauða spjaldið eftir leikinn í kvöld. …
Davíð Þór Viðarsson fékk rauða spjaldið eftir leikinn í kvöld. Hér fagna Valsmenn einu marka sinna í 3:3 jafntefli liðanna. mbl.is/Ómar

Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, formaður og varaformaður knattspyrnudeildar FH, sendu rétt í þessu frá sér afsökunarbeiðni vegna ummæla sem þeir létu falla við fréttamenn eftir leik FH og Vals í kvöld og komu fram í myndskeiði hér á mbl.is.

Tilkynningin er svo hljóðandi:

Við undirritaðir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH og Lúðvík Arnarson varaformaður knattspyrnudeildar FH viljum koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nú í kvöld fórum við fram með miður góðar staðhæfingar í garð formanns knattspyrnudeildar Vals, Barkar Edvardssonar. Við hörmum ummæli og framkomu okkar í garð Barkar og biðjum hann  innilega afskökunar. Við getum í engu varið það sem við sögðum né heldur kennt neinum öðrum um en okkur sjálfum.

Virðingarfyllst
Jón Rúnar Halldórsson
Lúðvík Arnarson

Myndskeiðið sem birtist fyrr í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert