Breiðablik frestaði Íslandsmeistaratitli KR-inga með því að vinna góðan 3:0 sigur á meistaraefnunum úr vesturbæ Reykjavíkur. Blikarnir eygja þar með enn möguleika á að ná Evrópusæti.
Ellert Hreinsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en það kom strax á 8. mínútu leiksins. Heimamenn bættu svo við tveimur mörkum á lokakaflanum og voru Árni Vilhjálmsson og Guðjón Pétur Lýðsson þar að verki.
KR er í toppsætinu með 46 stig, FH er með 41 og Stjarnan 40 en KR-ingar eiga leik til góða. Breiðablik er í fjórða sætinu með 36 stig.
KR fær nú tækifæri til að tryggja sér titilinn á Hlíðarenda á sunnudaginn þegar liðið leikur þar við Valsmenn. Um leið mæst Stjarnan og Breiðablik og það er orðinn lykilleikur í baráttu liðanna um Evrópusæti.
Breiðablik | 3:0 | KR | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) fer af velli +1 | ||||
Augnablik — sæki gögn... |