Samkvæmt heimildum mbl.is hafa FH-ingar samið við markvörðinn Kristján Finnbogason um að leysa Daða Lárusson af hólmi sem varamarkvörður liðsins á næstu leiktíð en Daði hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna.
Kristján er 42 ára gamall sem hefur verið í herbúðum Fylkis í tvö ár. Hann lék einn leik með Fylkismönnum í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en í fyrra gerði hann FH-ingum heldur betur grikk þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í röð þegar Fylkir sló FH út í vítaspyrnukeppni í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.
Kristján hefur spilað lengst á sínum ferli með KR en hann hefur einnig leikið með ÍA og Gróttu og þá hann á 20 leiki að baki með íslenska A-landsliðinu.