Einar Lövdahl biður bara um 1:1 - myndband

Ljósmynd/Skjáskot

Blaða- og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl getur ekki lært fyrir spennu vegna HM-umspilsleiks Króatíu og Íslands í kvöld sem hefst á Maksimir-vellinum í Zagreb klukkan 19.15.

Hann gerði því það sem allir góðir tónlistarmenn gera - samdi óð til íslenska landsliðsins og birti hann á myndbandsíðunni Youtube í dag.

Í laginu biður hann ekki um mikið, bara að leikurinn í kvöld fari 1:1 og þannig komist Ísland á HM á útivallamarkareglunni.

Þetta skemmtilega lag má sjá í myndbandinu hér að neðan.

Einar syngur:
„Ef við bara förum á HM á kostnað Króatíu,
er mér alveg sama þó ég falli með 4,9.
Ég verð löngu búinn að gleyma því í sumar, sól og hlýju,
þegar við spilum á HM í „mother_______“ Brasilíu.
Bara eitt - eitt, og aldrei framar mun ég biðja um neitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert