„Við náðum okkur einhverra hluta vegna aldrei á strik í þessum leik og klúðruðum þessum möguleika illa,“ sagði Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins þegar hann yfirgaf Maksimir-leikvang í Krótaíu eftir 2:0, tap íslenska landsliðsins fyrir því króatíska í síðari umspilsleik um sæti á heimsmeistaramótinu á næsta ári.
„Króatar voru mikið sterkari en við, því miður," sagði Emil og viðurkenndi að stemningin inn í klefa íslenska landsliðsins eftir leikinn hafi verið dauf.
Nánar er rætt við Emil á meðfylgjandi myndskeiði.