Niko Kovac, þjálfari Króatíu, gerir þær tvær breytingar sem búist var við á byrjunarliði króatíska liðsins sem mætir því íslenska í seinni leik liðanna í HM-umspilinu klukkan 19.15 á Maksimir-vellinum í kvöld.
Miðjumaðurinn Ivo Ilicevic missir sæti sitt í liðinu en í hans stað kemur inn 19 ára ungstirnið Mateo Kovacic sem Inter keypti fyrir 2,5 milljarða frá Dinamo Zagreb í byrjun árs.
Brasilíski Króatinn Eduardo sest einnig á bekkinn og inn kemur Ivica Olic sem kom inn á sem varamaður á Laugardalsvellinum síðastliðinn föstudag.
Króatía: (4-5-1) Mark: Stipe Pletikosa. Vörn: Darijo Srna, Vedran Corluka, Josip Simunic, Danijel Pranjic. Miðja: Ivica Olic, Ivan Rakitic, Luka Modric, Mateo Kovacic, Ivan Perisic. Sókn: Mario Mandzukic.