Leikmenn íslenska og króatíska landsliðsins hita nú upp fyrir leikinn mikilvæga á Maksimír-leikvangi í Zagreb sem hefst eftir tæplega hálftíma. Mikið vantar upp á að uppselt sé á leikinn en ekkert vantar upp á hljóðstyrkinn í hljóðkerfi leikvallarins. Þar er allt keyrt í botn með heimalagaðri rokktónlist.
Skyggnist inn á Maksimir-leikvang hálftíma fyrir leik í þessu myndskeiði sem hér fylgir.