Nú er rétt rúmur klukkutími er þar til leikur Króata og Íslendinga hefst á Maksimir-vellinum í Zagreb.
Það fór að rigna hressilega rétt í þessu svo völlurinn verður vel blautur í kvöld. Það eru ekki margir áhorfendur búnir að koma sér fyrir í stúkunum sem eru án þaks svo áhorfendur verða vel votir ef ekki hættir að rigna.