Aron Einar: Alltof margt fór úrskeiðis

„Það fór of margir hlutir úrskeiðis hjá okkur í þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir tapið fyrir Króötum, 2:0, í síðari umspilsleik þjóðanna fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í kvöld.

Aron Einar sagðist eftir tapið í kvöld vilja frekar einbeita sér að því jákvæða en því neikvæða. Vissulega drægju menn lærdóm af þessum leik og undankeppninni í heild. „Nú er best að einbeita sér að undankeppni EM 2016. Þessari keppni er lokið,“ sagði Aron Einar, sem í viðtalinu dregur ekki fjöður yfir að hann var afar óánægður með eigin frammistöðu í leiknum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert