Draumurinn dó í Zagreb

Birkir Bjarnason með boltann í leiknum í Zagreb.
Birkir Bjarnason með boltann í leiknum í Zagreb. mbl.is/Golli

Úti er ævintýri. Íslenska landsliðið verður ekki á meðal þátttökuþjóða á HM í Brasilíu næsta sumar. Það varð ljóst á Maksimir-vellinum í Zagreb í gær þar sem Króatar hrósuðu 2:0 sigri. Íslendingar mættu einfaldlega ofjörlum sínum og geta í raun þakkað Hannesi Þór Halldórssyni fyrir að hafa ekki tapað stærra. Strákarnir okkar spiluðu einfaldlega sinn lélegasta leik í háa herrans tíð og sá leikur gat ekki komið á verri tíma.

Hetjulegri framgöngu Íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins lauk þar með og þrátt fyrir niðurstöðuna er ekki hægt annað en að hrósa liðinu og það má með sanni segja að það hafi fallið með sæmd.

Leikplan Króatanna fyrir leikinn var að blása til sóknar frá fyrstu mínútu og það gerðu þeir svo sannarlega. Það var snemma ljóst í hvað stefndi. Króatarnir náðu undirtökunum um leið og frábær hollenskur dómari flautaði leikinn á og íslensku strákarnir áttu á brattann að sækja.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um leikinn í máli og myndum í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert