„Frammistaða okkar var ekki nógu góð til þess að komast áfram. Þar af leiðandi erum við vonsviknir,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir tapleikinn við Króata, 2:0, í Zagreb í gærkvöldi í síðari viðureigninni um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári.
„Við vorum rólegir fyrir þennan leik en byrjuðum með mikilli pressu sem við náðum aldrei að leysa okkur úr,“ sagði Jóhann Berg en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði.