„Króatarnir voru miklu betri en við. Segja má að við höfum ekki séð til sólar fyrr en eftir að þeir misstu leikmann af velli með rautt spjald á 38. mínútu. Þá fengum við vonarglætu upp í hendurnar sem okkur tókst því miður alls ekki að nýta,“ sagði Hannes Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og besti leikmaður liðsins, í tapleiknum við Króata, 2:0, á Maksimir-leikvangi í Króatíu í gær.
„Það var mjög slæmt að við skyldum ekki nýta það tækifæri sem gafst að vera meirihluta leiksins manni fleiri. Því miður hittum við á slæman dag að þessu sinni. Hver skýringin á því er get ég ekki sagt til um svo stuttu eftir leikinn,“ sagði Hannes þegar hann gekk frá leikvellinum út að rútunni sem flutti særða landsliðsmenn Íslands á hótel þeirra þar sem mönnum hefur eflaust orðið mis-svefnsamt í nótt.
Sjá nánar í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.