„Við vorum ekki nógu grimmir í fyrri hálfleik og ekki nógu skynsamir eða reyndir í síðari hálfleik þegar við vorum manni fleiri,“ sagði Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu í gærkvöldi spurður um skýringar á 2:0 tapi íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir Króötum í síðari umspilsleik þjóðanna um sæti á HM á knattspyrnu.
„Við náðum engan vegin að nýta okkur þá kosti að vera manni fleiri," sagði Ragnar sem sagði síðara mark Króata, sem kom á upphafsmínútum síðari hálfleik hafa verið kjaftshögg. „Ég veit ekki hvort það var skot eða fyrirgjöf en fyrir vikið var eins við urðum stressaðir og misstum hausinn algjörlega," sagði Ragnar en nánar er rætt við hann á meðfylgjandi myndskeiði.