Tuttugu þúsund þakka Eiði

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Golli

Meira en tutt­ugu þúsund manns hafa lagt nafn sitt við hóp á sam­fé­lagsvefn­um Face­book þar sem knatt­spyrnu­mann­in­um Eiði Smára Guðjohnsen er þakkað fram­lag hans til ís­lenska landsliðsins. Hóp­ur­inn var sett­ur á fót eft­ir viðtal við Eið í gær þar sem hann til­kynnti að leik­ur­inn gegn Króa­tíu hefði verið hans síðasti.

„Ég er ansi hrædd­ur um að þetta hafi verið minn síðasti lands­leik­ur,“ sagði Eiður Smári og beygði af í lok viðtals við RÚV í leiks­lok á Maksim­ir-leik­vang­in­um í Za­greb í gær­kvöld. Í kjöl­farið tók sig einn fjöl­margra aðdá­enda hans til og stofnaði á Face­book hóp sem nefn­ist ein­fald­lega: „Takk fyr­ir okk­ur Eiður Smári“.

Klukk­an þrjú í dag höfðu meira en tutt­ugu þúsund lagt nafn sitt við hóp­inn og fjölg­ar enn hratt í hon­um. Úr hópn­um er svo hlekkjað yfir í ann­an hóp þar sem farið er fram á að Eiður Smári fái sér­stak­an kveðju­leik þar sem áhorf­end­um gefst tæki­færi til að hylla hann.

Hóp­ur­inn á Face­book

Frétt mbl.is: Glæsi­leg­um landsliðsferli Eiðs lokið

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert