Tuttugu þúsund þakka Eiði

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Golli

Meira en tuttugu þúsund manns hafa lagt nafn sitt við hóp á samfélagsvefnum Facebook þar sem knattspyrnumanninum Eiði Smára Guðjohnsen er þakkað framlag hans til íslenska landsliðsins. Hópurinn var settur á fót eftir viðtal við Eið í gær þar sem hann tilkynnti að leikurinn gegn Króatíu hefði verið hans síðasti.

„Ég er ansi hræddur um að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur,“ sagði Eiður Smári og beygði af í lok viðtals við RÚV í leikslok á Maksimir-leikvanginum í Zagreb í gærkvöld. Í kjölfarið tók sig einn fjölmargra aðdáenda hans til og stofnaði á Facebook hóp sem nefnist einfaldlega: „Takk fyrir okkur Eiður Smári“.

Klukkan þrjú í dag höfðu meira en tuttugu þúsund lagt nafn sitt við hópinn og fjölgar enn hratt í honum. Úr hópnum er svo hlekkjað yfir í annan hóp þar sem farið er fram á að Eiður Smári fái sérstakan kveðjuleik þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að hylla hann.

Hópurinn á Facebook

Frétt mbl.is: Glæsilegum landsliðsferli Eiðs lokið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert