„Við vorum langt frá okkar besta leik“

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson ganga vonsviknir af …
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson ganga vonsviknir af velli í Zagreb. mbl.is/Golli

„Þetta er slæm tilfinning. Við náðum okkur alls ekki á strik, vorum langt frá okkar besta leik og erum vitanlega afar vonsviknir með það,“ sagði Gylfi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, eftir 2:0 tap í síðari umspilsleiknum við Króata í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á Makismir-leikavangi í Zagreb í gærkvöldi.

„Við verðum að taka það úr þessum leik að við komumst svo langt og það er lærdómur fyrir framtíðina. Það var leiðinlegt að komast ekki alla leið,“ sagði Gylfi sem náði sér alls ekki á strik eins og flestir leikmanna íslenska landsliðsins.

„Króatar voru miklu ákveðnari en við og voru sterkari fyrstu 35 mínúturnar. Þeir skora eitt mark og um leið og þeir bæta við öðru snemma í síðari hálfleik þá verður þetta enn erfiðara hjá okkur,“ sagði Gylfi sem var niðurlútur eins aðrir leikmenn íslenska landsliðsins eftir leikinn, vitandi að flestir þeirra hefðu og áttu að geta gert betur.

Sjá nánar viðtöl, umfjöllun og myndir frá leiknum í Króatíu í 8 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert