Nenni ekki norðurpólslífi

Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir mbl.is/Golli

„Ég mun örugglega ákveða mig eftir svona tvær vikur. Á meðan ekkert virkilega spennandi kemur þá spila ég á Íslandi næsta sumar,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona í knattspyrnu. Eftir tvö ár hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå hefur hún ákveðið að söðla um og í dag er líklegast að hún spili í Pepsi-deildinni næsta sumar.

„Ég er búin að vera í sambandi við félög úti sem ég hef ákveðið að ég muni ekki semja við. Ég held að umboðsmaðurinn minn sé ekkert rosalega sáttur [...] ég segi nei við öllu sem hann kemur með,“ sagði Hallbera létt en hún hafnaði Piteå og öðru sænsku úrvalsdeildarfélagi, sem og tveimur norskum úrvalsdeildarfélögum. Annað þeirra er Íslendingaliðið Avaldsnes sem þrír Íslendingar leika með.

Sjá nánar í viðtali við Hallberu Guðnýju í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert