Allar líkur eru á að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson úr KR gangi í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sandnes Ulf á næstu dögum.
KR og Sandnes Ulf komust í gærkvöld að samkomulagi um kaupverð og í kjölfarið mun Hannes fara í viðræður við félagið um samninginn.
,,Ég er bjartsýnn á að þetta gangi upp og að við náum saman,“ sagði Hannes Þór við Morgunblaðið í gærkvöld en Hannes var við æfingar hjá Sandnes Ulf fyrir leiki íslenska landsliðsins gegn Króötum í umspilinu um sæti á HM og hrifust forráðamenn norska liðsins af honum.
Sjá frétt um Noregsför Hannesar Þórs í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.