Eggert Kári með þrennu - ÍA á toppnum

Eggert Kári Karlsson í baráttu við Jóhann Laxdal í fyrra.
Eggert Kári Karlsson í baráttu við Jóhann Laxdal í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Laglínan „Skagamenn skagamenn skoruðu mörkin,“ á ágætlega við í dag en ÍA skoraði sex mörk í stórsigri á BÍ/Bolungarvík og styrkti stöðu sína á toppi fyrstu deildar.

Eggert Kári Karlsson skoraði þrennu fyrir ÍA á sjöundu mínútu, 37. og á 83.

Staðan var 0:2 eftir 17 mínútur en þá hafði Garðar Gunnlaugsson skorað eftir fallega sendingu frá Halli Flosasyni. Fimm mínútum síðar var hún orðinn 0:3 eftir að Arnar Már Guðjónsson hafði hirt boltann af Magnúsi Gunnarssyni í marki heimamanna. Eggert Kári skoraði svo aftur á 37. mínútu eftir sendingu Garðars.

Það syrti svo enn í álinn fyrir heimamenn þegar Björgvin Stefánsson fékk rautt spjald á 53. mínútu þegar hann tæklaði Eggert Kára. Garðar skoraði fimmta markið skömmu síðar og Eggert tryggði stórsigur gestanna með marki sjö mínútum fyrir leikslok.

Skagamenn hafa 18 stig í efsta sæti fyrstu deildar og hafa skorað 21 mark. Leiknir er í öðru sæti, stigi á eftir og Víkingar frá Ólafsvík eru í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert