Nokkrar ákvarðanir út í hött

Páll Gíslason þjálfari Þórs var „hundfúll, grautfúll“ eftir markalaust jafnteflið gegn Keflavík á Þórsvelli í dag. Hann sagðist þó ánægður með flest hjá Þórsliðinu, það hefði átt mörg góð upphlaup en vantað herslumuninn. Páll sagðist ekki hafa skilið nokkrar ákvarðanir dómarans - þær hefðu verið út í hött. Nefndi rauða spjaldið sem Þórsarinn Ingi Freyr Hilmarsson fékk, annað rautt spjald - og átti þá væntanlega við atvikið er markvörður Keflavíkur sló Jóhann Helga í fyrri hálfleik - vítaspyrnudóminn og fleira.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert