Aron Elís er óbrotinn

Iain Williamson brýtur á Aroni Elís Þrándarsyni undir lok fyrri …
Iain Williamson brýtur á Aroni Elís Þrándarsyni undir lok fyrri hálfleiks í leik Víkings og Vals í kvöld. mbl.is/Kristinn

Aron Elís Þrándarson leikmaðurinn efnilegi í liði Víkings reyndist óbrotinn en óttast var hann hefði meiðst illa í leiknum gegn Valsmönnum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á Víkingsvellinum í kvöld.

„Aron er óbrotinn og hásinin slapp en fóturinn á honum er mjög bólginn,“ sagði Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, í viðtali við mbl.is í kvöld en Aron fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks eftir að fengið slæmt spark í fótinn. Hann var fluttur til skoðunar á slysadeild en er nú kominn til síns heima.

Heimir telur víst að Aron verði fjarri góðu gamni Þegar Víkingar mæta Stjörnumönnum í Pepsi-deildinni á fimmtudaginn og hann gæti líka misst af leik liðsins á móti Breiðablik á sunnudaginn eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert