Jón Daði með A-landsliðinu

Jón Daði Böðvarsson skoraði í fyrsta mótsleik sínum fyrir A-landsliðið, …
Jón Daði Böðvarsson skoraði í fyrsta mótsleik sínum fyrir A-landsliðið, í 3:0-sigrinum á Tyrklandi í síðasta mánuði. mbl.is/Golli

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður í A-landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM í knattspyrnu 10. og 13. október.

Jón Daði hefur gegnt stóru hlutverki hjá U21-landsliði Íslands en lék sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið í 3:0-sigrinum gegn Tyrklandi í september, skoraði og átti frábæran leik.

Óvissa var um það hvort Jón Daði yrði með A-landsliðinu í komandi landsleikjum, eða U21-landsliðinu í umspilsleikjunum við Dani á sama tíma, sem skera úr um hvort U21-landsliðið kemst í lokakeppni EM. Vísir.is greinir hins vegar frá því í dag að Jón Daði verði í A-landsliðshópnum sem tilkynntur verður á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert