„Ég er alveg óákveðinn með framhaldið og það er 50-50 hvort ég held áfram að spila eða ekki. Það er ákvörðun sem ég þarf að taka,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Morgunblaðið. Eiður er án félags en hann sagði skilið við belgíska liðið Club Brugge í sumar.
„Ef landsliðið heldur svona áfram hef ég átján mánuði til þess að verða í standi á réttum tíma,“ sagði Eiður Smári og hló, en hann lék síðast með landsliðinu í leiknum gegn Króötum í Zagreb í nóvember á síðasta ári þegar Íslendingar töpuðu seinni leiknum í umspili um sæti á HM.
Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.