Emil reynir að losna frá KR og vill fara út

Emil Atlason.
Emil Atlason. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég er bara að reyna að losna frá KR en að öðru leyti er ég með allt opið,“ sagði framherjinn Emil Atlason við Morgunblaðið í gær. Emil stendur í stappi við KR vegna samningsmála og er málið á borði KSÍ. Niðurstaða ætti að liggja fyrir á næstu dögum.

Emil kom til KR frá FH árið 2012 og samdi til tveggja ára. Forráðamenn KR segjast hafa áskilið sér rétt til að framlengja samninginn um eitt ár og gerðu það í fyrravor, svo samkvæmt vefsíðu KSÍ ætti samningur Emils að renna út í lok næsta tímabils.

„Það er alveg klárt mál að mínu mati að samningurinn er runninn út. KR-ingarnir vilja meina að þeir hafi átt rétt á að framlengja samninginn án þess að ég hefði neitt um það að segja. Þetta var aldrei útskýrt þannig fyrir mér,“ sagði Emil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert