Tveggja marka tap gegn Sviss

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu tapaði 2:0 fyr­ir Sviss í fyrsta leik sín­um í Al­gar­ve-bik­arn­um í Portúgal. Staðan var marka­laus í hálfleik.

Marg­ir af reynd­ari leik­mönn­um ís­lenska liðsins voru á vara­manna­bekkn­um þegar flautað var til leiks og í byrj­un­arliðinu var til að mynda Lára Krist­ín Peder­sen sem þreytti frum­raun sína með A-landsliðinu.

Sviss fékk tvö mjög góð færi til að kom­ast yfir í fyrri hálfleik en Sandra Sig­urðardótt­ir var vel á verði í mark­inu. Elín Metta Jen­sen komst næst því að skora í fyrri hálfleikn­um fyr­ir Ísland en rétt missti af send­ingu Fann­dís­ar Friðriks­dótt­ur fyr­ir markið, snemma leiks. Staðan því 0:0 eft­ir 45 mín­út­ur.

Sviss komst yfir með marki úr víta­spyrnu á 56. mín­útu, rétt eft­ir að Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir hafði skotið fram­hjá úr ágætu færi í skynd­isókn. Ísland gerði harða hríð að marki Sviss eft­ir þetta og horn­spyrna Hall­beru Guðnýj­ar Gísla­dótt­ur small til að mynda í stöng­inni en inn vildi bolt­inn ekki. Þess í stað bætti Sviss við seinna marki sínu á 65. mín­útu, með skoti í stöng og inn.

Freyr Al­ex­and­ers­son þjálf­ari var dug­leg­ur við að skipta leik­mönn­um inná og meðal ann­ars kom Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir inná þegar 25 mín­út­ur lifðu leiks, í sín­um fyrsta leik í tæpa 17 mánuði. Átta mánaða gam­all son­ur henn­ar fylgd­ist með úr stúk­unni í blíðviðrinu í Lagos.

Ísland mæt­ir næst Nor­egi á föstu­dag­inn en loka­leik­ur liðsins í riðlakeppn­inni er svo gegn Banda­ríkj­un­um.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

-------------------------------------------

Ísland - Sviss, 0:2

90. Leik lokið. Sviss­lend­ing­ar fagna 2:0-sigri.

87. Mar­grét Lára var ná­lægt því að sleppa ein gegn markverði en náði ekki nægi­lega góðri stjórn á bolt­an­um.

80. Tíu mín­út­ur til stefnu en mun­ur­inn er enn tvö mörk. Það stefn­ir í þriðja sig­ur Sviss á Íslandi á síðustu átján mánuðum.

73. Ísland vildi fá víta­spyrnu þegar svo virt­ist sem brotið væri á Mar­gréti Láru inn­an teigs en ekk­ert var dæmt. Guðný Björk er kom­in inná fyr­ir Fann­dísi.

66. Mar­grét Lára og Guðmunda Brynja eru nú fremst­ar en Dagný og Gunn­hild­ur á miðjunni í 4-4-2 leik­k­erfi.

65. Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir og Dagný Brynj­ars­dótt­ir eru nú komn­ar inná fyr­ir Söru Björk og Ásgerði Stef­an­íu. Þetta er fyrsti leik­ur Mar­grét­ar Láru í tæpa 17 mánuði!

65. MARK! Sviss kemst í 2:0 með skoti frá víta­teigs­lín­unni sem fór í stöng og inn, strax í kjöl­farið á því að spyrna Hall­beru fór í stöng­ina á marki Sviss. Því­lík von­brigði. 

64. Ísland aft­ur nærri því að jafna met­in! Hall­bera átti horn­spyrnu sem small í fjær­stöng­inni og Hólm­fríður var í bar­átt­unni um að ná til frá­kasts­ins en Sviss­lend­ing­ar náðu að bjarga sér. Enn næg­ur tími til stefnu. Mar­grét Lára og Dagný að koma inná.

59. Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir er kom­in inná fyr­ir El­ínu Mettu. Ísland var ná­lægt því að jafna met­in eft­ir horn­spyrnu þegar Hólm­fríður Magnús­dótt­ir átti skalla fyr­ir markið en Sviss­lend­ing­ar komu bolt­an­um í burtu nán­ast af marklínu.

56. MARK! Sviss er komið yfir í leikn­um með marki úr víta­spyrnu. Skömmu áður hafði Ísland fengið gott færi þegar Elín Metta og Gunn­hild­ur geyst­ust fram í skynd­isókn en Gunn­hild­ur renndi bolt­an­um rétt fram­hjá mark­inu.

46. Seinni hálfleik­ur haf­inn. Freyr ger­ir tvær breyt­ing­ar á ís­lenska liðinu. Inn koma Arna Sif Ásgríms­dótt­ir og Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, en út af fara Gló­dís Perla og Lára Krist­ín.

45. Hálfleik­ur. Staðan er marka­laus og Íslend­ing­ar geta lík­lega prísað sig sæla með það eft­ir tvær stór­hættu­leg­ar marktilraun­ir Sviss­lend­inga.

42. STÖNG! Það hafa verið að opn­ast gluf­ur á ís­lensku vörn­inni og Sviss­lend­ing­ar voru hárs­breidd frá því að kom­ast yfir þegar þeir áttu skot sem fór í stöng og út áður en Sandra náði að hand­sama bolt­ann. Skammt til hálfleiks.

33. Sandra kom Íslandi til bjarg­ar þegar sókn­ar­maður Sviss komst í dauðafæri gegn henni á markteig. Sandra sjálfsagt staðráðin í að nýta tæki­færið vel í mark­inu. Skömmu síðar fékk Carol­ine Abbé, fyr­irliði Sviss, fyrsta gula spjaldið.

23. Eins og þjálf­ar­ar ís­lenska liðsins tóku skýrt fram í aðdrag­anda leiks­ins er ætl­un­in að loka vel á sókn­ir Sviss og það hef­ur gengið vel hingað til. Sviss­lend­ing­ar hafa ekki skapað sér færi svo heitið geti. Ísland tapaði báðum leikj­um þjóðanna í undan­keppni HM, 2:0 á Íslandi og 3:0 ytra.

15. Staðan er marka­laus eft­ir kort­ers leik. Ísland fékk fyrsta færið þegar Fann­dís átti góðan sprett og fyr­ir­gjöf en Elín Metta rétt missti af bolt­an­um. Sviss hef­ur átt tvær hættu­leg­ar auka­spyrn­ur en Sandra séð við þeim.

5. Þess má geta að Carol­ine Abbé, fyr­irliði Sviss og liðsfé­lagi Dag­nýj­ar Brynj­ars­dótt­ur hjá Bayern München, leik­ur í dag sinn 100. A-lands­leik. Við ósk­um henni til ham­ingju með það en von­um að hún tapi...

1. Leik­ur haf­inn. Þá er bolt­inn far­inn að rúlla í blíðviðrinu í Portúgal. Íslenska liðið ætl­ar að leggja mikla áherslu á varn­ar­leik­inn gegn Sviss í dag og von­andi skil­ar það ár­angri.

0. Það vek­ur óneit­an­lega at­hygli að sjá hvernig dóm­aratríóið er skipað í þess­um leik. Aðal­dóm­ar­inn og ann­ar aðstoðardóm­ar­inn koma frá Norður-Kór­eu en hinn aðstoðardóm­ar­inn er frá Suður-Kór­eu. All­ir vin­ir í fót­bolt­an­um, að sjálf­sögðu.

0. Veðrið er með besta móti í Lagos, um 17 stiga hiti og smá­vægi­leg gola. Bara svona svipað og á Íslandi!

0. Ramona Bachmann, aðal­stjarna sviss­neska liðsins og sú sem fór illa með Ísland með sann­kölluðum Messi-tökt­um í síðustu undan­keppni HM, byrj­ar á vara­manna­bekkn­um hjá Sviss.

0. Varn­ar­lína Íslands er öll skipuð leik­mönn­um sem urðu tvö­fald­ir meist­ar­ar með Stjörn­unni síðasta sum­ar, og Sandra markvörður er þar fyr­ir aft­an í mark­inu. Aft­ast á miðjunni eru svo þeir Ásgerður og Gunn­hild­ur Yrsa sem eru þaul­van­ar að spila sam­an á miðjunni hjá Stjörn­unni frá því áður en Gunn­hild­ur fór út til Nor­egs.

0. Marg­ir af reynd­ari leik­mönn­um ís­lenska liðsins eru á vara­manna­bekkn­um í dag. Í byrj­un­arliðinu er hins veg­ar einn nýliði, Lára Krist­ín Peder­sen úr Stjörn­unni, sem leik­ur sem vinstri bakvörður.

0. Góðan dag og verið vel­kom­in í texta­lýs­ingu mbl.is frá leik Íslands og Sviss í Al­gar­ve-bik­arn­um. Við reyn­um eft­ir fremsta megni að upp­lýsa les­end­ur um gang mála í leikn­um.

---------------------------------------

Ísland: (4-5-1) Mark: Sandra Sig­urðardótt­ir. Vörn: Anna María Bald­urs­dótt­ir, Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Anna Björk Kristjáns­dótt­ir, Lára Krist­ín Peder­sen. Miðja: Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir, Hólm­fríður Magnús­dótt­ir. Sókn: Elín Metta Jen­sen.

Vara­menn: Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, Dagný Brynj­ars­dótt­ir, Rakel Hönnu­dótt­ir, Katrín Ómars­dótt­ir, Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir og Harpa Þor­steins­dótt­ir, Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ir, Elísa Viðars­dótt­ir, Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, Guðný Björk Óðins­dótt­ir og Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir.

Sviss: Stenia Michel - Rachel Rin­ast, Noëlle Ma­ritz, Lia Wälti, Lara Dicken­mann, Ana-Maria Crnog­orcevic, Rahel Kiwic, Carol­ine Abbé, Fabienne Humm, Vanessa Bürki, Vanessa Bernau­er.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert