Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er í byrjunarliði norska landsliðsins sem mætir því íslenska nú kl. 18 í annari umferð Algarve bikarsins sem fram fer í Portúgal en um er að ræða hennar fyrsta A-landsleik með norska liðinu.
María leikur undir stjórn Jóns Páls Pálmasonar hjá Klepp í Noregi en hún hefur ekki ennþá útilokað að spila fyrir íslenska A-landsliðið í framtíðinni en ekki er víst að þeir leikir sem hún spilar fyrir Noreg í Algarve-bikarnum komi í veg fyrir að hún geti spilað fyrir Ísland síðar.
María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik.
Byrjunarlið Noregs: Fiskerstrand, Moe Wold, María Þórisdóttir, Sk. Lund, Sønstevold, Ims,(Andrine)Hegerberg,Haavi,Dekkerhus, Markussen,Bjånesøy
Byrjunarlið Íslands:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström
Vörn:
Elísa Viðarsdóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Gautaborg
Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðabliki
Miðja:
Sara Björk Gunnarsdóttir, Rosengård
Dagný Brynjarsdóttir, Bayern München
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad
Sókn:
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki