María byrjar gegn Íslandi

María Þórisdóttir í leik með Klepp í norsku úrvalsdeildinni.
María Þórisdóttir í leik með Klepp í norsku úrvalsdeildinni.

Knatt­spyrnu­kon­an María Þóris­dótt­ir er í byrjunarliði norska landsliðsins sem mætir því íslenska nú kl. 18 í annari umferð Algarve bikarsins sem fram fer í Portúgal en um er að ræða hennar fyrsta A-landsleik með norska liðinu.

María leikur undir stjórn Jóns Páls Pálmasonar hjá Klepp í Noregi en hún hefur ekki ennþá útilokað að spila fyrir íslenska A-landsliðið í framtíðinni en ekki er víst að þeir leikir sem hún spilar fyrir Noreg í Algarve-bikarnum komi í veg fyrir að hún geti spilað fyrir Ísland síðar.

María er dótt­ir Þóris Her­geirs­son­ar, þjálf­ara norska kvenna­landsliðsins í hand­knatt­leik.

Byrjunarlið Noregs: Fiskerstrand, Moe Wold, María Þórisdóttir, Sk. Lund, Sønstevold, Ims,(Andrine)Hegerberg,Haavi,Dekkerhus, Markussen,Bjånesøy

Byrjunarlið Íslands:
Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir, Lilleström
Vörn:
Elísa  Viðars­dótt­ir, Kristianstad
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Eskilstuna
Arna Sif Ásgríms­dótt­ir, Gauta­borg
Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, Breiðabliki
Miðja:
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Rosengård
Dagný Brynj­ars­dótt­ir, Bayern München
Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, Kristianstad
Sókn:
Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Breiðabliki
Harpa Þor­steins­dótt­ir, Stjörn­unni
Rakel Hönnu­dótt­ir, Breiðabliki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert