Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur gert eina breytingu á hópnum sem mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum á laugardaginn.
Freyr hefur valið Elínu Mettu Jensen, úr Val, í hópinn og kemur hún í stað Hólmfríðar Magnúsdóttur sem er meidd.