Þór hættur með Valsliðið

Þór Hinriksson, til vinstri, er hættur með Val.
Þór Hinriksson, til vinstri, er hættur með Val. mbl.is/Eggert

Þór Hinriksson er hættur störfum sem þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu eftir að hafa stjórnað því frá því í byrjun júlí á síðasta ári - samkvæmt heimildum mbl.is.

Þór stýrði Valsliðinu í fyrstu tveimur leikjum Lengjubikarsins en var ekki með liðið þegar það sigraði KR, 1:0, í þriðja leik sínum í dag. 

Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, sem var ráðinn aðstoðarþjálfari með Þór í haust, stýrði liðinu gegn KR og líklegast er talið að hann taki við því.

Þór tók við á miðju tímabili í fyrra þegar Helena Ólafsdóttir hætti störfum. Árangur Vals á síðasta tímabili var sá lakasti í sögu félagsins en það endaði í sjöunda sæti Pepsi-deildar kvenna. Fyrir vikið er Valur í fyrsta skipti ekki í A-deild Lengjubikarsins sem nú stendur yfir en liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum í B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert