Dagskráin hjá kvennalandsliðinu

Harpa Þorsteinsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Eva Björk Ægisdóttir

Nú er orðið ljóst hvernig leikir íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu raðast í undankeppninni fyrir Evrópumótið í Hollandi árið 2017.

Fyrsti leikur Íslands verður leikinn á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi en síðan taka við þrír útileikir í röð gegn Makedóníu 22. október, Slóveníu 26. október og Hvíta-Rússlandi en Ísland spilar þar ytra þann 12. apríl 2016.

Því næst taka við þrír heimaleikir, 7. júní, 16. september og 20. september gegn Makedóníu, Slóveníu og Skotlandi, í þessari röð árið 2016.

Leikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins:

Árið 2015:
22. september - Ísland - Hvíta-Rússland
22. október - Makedónía - Ísland
26. október - Slóvenía - Ísland

Árið 2016:
12. apríl - Hvíta-Rússland - Ísland
3. júní - Skotland - Ísland
7. júní - Ísland - Makedónía
16. september - Ísland - Slóvenía
20. september - Ísland - Skotland                                                        

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert