Nú er orðið ljóst hvernig leikir íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu raðast í undankeppninni fyrir Evrópumótið í Hollandi árið 2017.
Fyrsti leikur Íslands verður leikinn á Laugardalsvelli þann 22. september næstkomandi en síðan taka við þrír útileikir í röð gegn Makedóníu 22. október, Slóveníu 26. október og Hvíta-Rússlandi en Ísland spilar þar ytra þann 12. apríl 2016.
Því næst taka við þrír heimaleikir, 7. júní, 16. september og 20. september gegn Makedóníu, Slóveníu og Skotlandi, í þessari röð árið 2016.
Leikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins:
Árið 2015:
22. september - Ísland - Hvíta-Rússland
22. október - Makedónía - Ísland
26. október - Slóvenía - Ísland
Árið 2016:
12. apríl - Hvíta-Rússland - Ísland
3. júní - Skotland - Ísland
7. júní - Ísland - Makedónía
16. september - Ísland - Slóvenía
20. september - Ísland - Skotland