Fyrsta umferðin í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, var leikin í dag. Fjórir leikir hófust klukkan 14 og sá fimmti hófst kl. 15.30. Fylgst var með öllu sem gerist í beinu lýsingunni ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.
Deildinni voru gerð ítarleg skil í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem Edda Garðarsdóttir fyrrverandi landsliðskona fór yfir öll liðin og möguleika þeirra.
Þau tvö lið sem eru talin sigurstranglegust, Breiðablik og Stjarnan, mættu bæði nýliðum á heimavelli í dag en Breiðablik tók á móti Þrótti og Stjarnan á móti KR.
Leikir dagsins voru þessir:
14.00 Fylkir - Selfoss 2:0
14.00 Breiðablik - Þróttur R. 5:0
14.00 Stjarnan - KR 1:0
14.00 Valur - Afturelding 3:0
15.30 Þór/KA - ÍBV 1:1
Lokaröð liðanna í fyrra varð þessi: 1. Stjarnan, 2. Breiðablik, 3. Þór/KA, 4. Selfoss, 5. Fylkir, 6. ÍBV, 7. Valur, 8. Afturelding, 9. FH, 10. ÍA. Það eru KR og Þróttur sem koma í stað FH og ÍA.
Til að fylgjast með öllu sem gerðist í dag, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.