Valur á Laugardalsvöll?

Líklegt er að Valsmenn spili heimaleiki sína á gervigrasi frá …
Líklegt er að Valsmenn spili heimaleiki sína á gervigrasi frá og með næsta tímabili. mbl.is/Eggert

Sá möguleiki er fyrir hendi að Valur spili heimaleiki sína í knattspyrnu á Laugardalsvelli frá júlílokum vegna þess að til stendur að leggja gervigras á Vodafonevöllinn við Hlíðarenda.

„Það var samþykkt á aðalfundi félagsins í maí að skoða þann möguleika með Reykjavíkurborg að setja gervigras á Vodafonevöllinn í sumar ef samningar myndu nást við borgina um slíkt,“ sagði Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Morgunblaðið. Valur eigi inni gervigrasvöll vegna samnings við borgina og ætli að nýta hann til að leggja gervigras á aðalvöllinn.

Jóhann sagði ekkert ákveðið en málið myndi skýrast á næstu tíu dögum. Ef til framkvæmda kæmi myndu báðir meistaraflokkar félagsins leika heimaleiki sína á þjóðarleikvanginum. Valsmenn vilja nýta mannvirki sín betur og þess vegna á að setja gervigras á aðalvöllinn.

„Við erum með mannvirki upp á öll þessi hundruð milljarða og þau eru nýtt um 150 klukkustundir á ári en ef við værum með upphitaðan gervigrasvöll væri nýtingin 1.300 klukkustundir á ári.“

Ástæðan fyrir því að stefnt er á framkvæmdir á miðju tímabili er sú að aðstæður hér á landi leyfa ekki annað. „Við verðum að gera þetta þegar veðrið er sæmilegt. Ef við náum þessu ekki núna þá byrjum við aftur í apríl. Glugginn til að leggja gervigras á Íslandi er knappur,“ sagði Jóhann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert