Fyrsti sigur Gróttu - Þróttur vann toppslaginn

Dion Acoff á harðaspretti í dag.
Dion Acoff á harðaspretti í dag. mbl.is/Eva Björk

Grótta vann sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í knattspyrnu með frábærum 1:0 útisgri á Þórsurum sem hafa verið í efri hluta deildarinnar í byrjun sumars. Auk Gróttu vann Þróttur mikilvægan sigur á Fjarðabyggð í toppbaráttunni 2:1 og Ólsarar unnu Grindvíkinga í Ólafsvík 2:0.

Úrslitin úr leikjunum kl. 14:

2:1 Þróttur - Fjarðabyggð
(Hlynur Hauksson 16., sjálfsmark 25.; Brynjar Jónasson 88.)

1:0 Víkingur Ó. - Grindavík
(Alfreð Már Hjaltalín 6., Ingólfur Sigurðsson 90.)

0:1 Þór - Grótta
(Markús Andri Sigurðsson 62.)

Fyrsti sigur Gróttu

Þórsarar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Gróttumenn náði að halda jöfnu í hálfleik.

Markús Andri Sigurðsson skoraði hins vegar eina mark leiksins í síðari hálfleik eftir góðan leikkafla hjá Seltyrningum sem komust í fjögur stig með sigrinum. 

Fyrir leikinn í dag hafði Grótta tapað sex leikjum og gert eitt jafntefli. Liðið hefur fjögur stig í 11. sæti deildarinnar.

Þór hefur 15 stig í 4. sætinu og úrslit dagsins eru þeim sár væntanlega sár vonbrigði en þeir pressuðu vel á Gróttumenn undir lok leiksins án árangurs.

Mikilvægur sigur Þróttara

Þróttarar unnu góðan sigur á Fjarðabyggð í toppslagnum. Hlynur Hauksson kom Þrótti yfir með góðu skoti á 16. mínútu og á 25. mínútu varð Bjarni Mark Antonsson fyrir því óláni að skora afar slysalegt sjálfsmark sem verður þó seint skrifað á hann.

Bjarni renndi knettinum á markvörð sinn Kile Kennedy sem mistókst algjörlega að taka við knettinum sem rúllaði í netið, 2:0.

Ingólfur gulltryggði sigurinn

Víkingur Ó. vann svo góðan heimasigur á Grindavík en Alfreð Már Hjaltalín kom þeim á bragðið  á 62. mínútu en Ingólfur Sigurðsson gulltryggði sigurinn í uppbótartíma og lokatölur 2:0.

Víkingar eru áfram í 2. sæti deildarinnar með 19 stig en Grindavíkur hefur 10 stig í 7. sæti

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

-----------------

2:1 Þróttur - Fjarðabyggð

90. Leik lokið.

88. 2:1. Brynjar Jónasson minnkar muninn fyrir Fjarðabyggð með frábærum skalla!

46. Síðari hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur.

25. 2:0. Þróttarar skora eftir herfileg mistök í hjá Fjarðabyggð. Sending til baka frá Bjarna Antonssyni á markvörð Fjarðabyggðar, Kile Kennedy, sem nær ekki að taka á móti sendingunni sem lekur inn. Hrikalega klaufalegt, vægast sagt!

16. 1:0. Hlynur Hauksson kemur Þrótturum yfir með föstu skoti utarlega í teignum í fjærhornið.

1. Leikurinn er hafinn.

Þróttur: Trausti Sigurbjörnsson (M), Hallur Hallsson (F), Aron Ýmir Pétursson, Oddur Björnsson, Viktor Jónsson, Dion Jeremy Acoff, Hlynur Hauksson, Karl Brynjar Björnsson, Rafn Andri Haraldsson, Aron Green, Grétar Atli Grétarsson.

Fjarðabyggð: Kile Kennedy (M), Sveinn Fannar Sæmundsson, Hector Pena Bustamante, Stefán Þór Eysteinsson, Bjarni Mark Antonsson, Elvar Ingi Vignisson, Andri Þór Magnússon, Hafþór Þrastarson, Brynjar Jónasson, Hákon Þór Sófusson, Viktor Örn Guðmundsson.

2:0 Víkingur Ó. - Grindavík

90. Leik lokið.

90. Ingólfur Sigurðsson gulltryggir sigurinn fyrir Ólsara.

46. Síðari hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur. 

6. 1:0 Alfreð Már Hjaltalín kemur Víkingum yfir!

1. Leikurinn er hafinn.

Víkingur Ó.: Christian Liberato (M), Guðmundur Reynir Gunnarsson (F), Egill Jónsson, Björn Pálsson, Tomasz Luba, Kristinn Magnús Pétursson, Emir Dokora, Alfreð Már Hjaltalín, Admir Kubat, Kenan Turudija, William Dominguez da Silva.

Grindavík: Maciej Majewski (M), Gylfi Örn. Á. Öfjörð, Rodrigo Gomez Mateo, Alex Freyr Hilmarsson, Ásgeir Þór Ingólfsson (F), Tomislav Misura, Úlfar Hrafn Pálsson, Óli Baldur Bjarnason, Jósef Kristinn Jósefsson, Björn Berg Bryde, Alejandro Hernandez.

0:1 Þór - Grótta

Leik lokið.

62. Markús Andri Sigurðsson kemur botnliði Gróttu yfir!

46. Síðari hálfleikur hafinn.

45. Hálfleikur. Þórsarar hafa ráðið lögum og lofum í leiknum norðan heiða.

1. Leikurinn er hafinn.

Þór: Sandor Matus (M), Balázs Tóth, Loftur Páll Eiríksson, Ármann Pétur Ævarsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson (F), Kristinn Þór Björnsson, Ingi Freyr Hilmarsson, Halldór Orri Hjaltason, Gunnar Örvar Stefánsson.

Grótta: Árni Freyr Ásgeirsson, Hilmar Þór Hilmarsson, Benis Krasniqi, Guðmundur Marteinn Hannesson (F), Ósvald Jarl Traustason, Guðjón Gunnarsson, Pétur Theodór Árnason, Jónmundur Grétarsson, Kristján Ómar Björnsson, Björn Þorláksson, Markús Andri Sigurðsson. 

Leikirnir síðar í dag:

Kl. 15:00 BÍ/Bolungarvík - Fram
Kl. 16:00 HK - KA 

Fylgst verður með gangi mála á mbl.is.

Úr leik Þróttar og Fjarðabyggðar í dag.
Úr leik Þróttar og Fjarðabyggðar í dag. mbl.is/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert