Flottur sigur Vals í kvöld

Haukur Páll Sigurðsson og Jón Vilhelm Ákason í baráttu um …
Haukur Páll Sigurðsson og Jón Vilhelm Ákason í baráttu um boltann á Vodafonevellinum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur sigraði ÍA, 4:2, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á heimavelli í kvöld. Valur er eftir leikinn með 18 stig en ÍA er áfram með 9 stig í neðri hluta deildarinnar.

Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur. Valur byrjaði leikinn af krafti og komust verðskuldað yfir á 21. mínútu leiksins. Andri Fannar Stefánsson náði þá frákasti eftir skot Patrick Pedersen og renndi boltanum auðveldlega í mark Skagamanna. Við markið hresstust gestirnir og Ólafur Valur Valdimarsson átti hörkuskot í samskeytin á marki Vals. Á 30. mínútu bættu Valsmenn sínu öðru marki við. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk boltann á miðjunni og gaf frábæra sendingu inn á Patrick Pedersen. Hann var kominn einn gegn Páli Gísla í markinu, sólaði hann og renndi boltanum í netið.

Skagamenn neituðu að gefast upp og Jón Vilhelm Ákason minnkaði muninn á 37. mínútu. Ásgeir Marteinsson gaf boltann fyrir frá hægri kanti og varnarmenn Vals ákváðu að láta boltann sigla framhjá sér og varð það til þess að Jón Vilhelm fékk boltann á fjærstöng og skoraði auðveldlega.

Markaveislunni var ekki lokið í fyrri hálfleik en Patrick Pedersen skoraði annað mark sitt og þriðja mark Valsara á 41. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Andra Fannars og skoraði. Staðan þegar Guðmundur Ársæll, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks því 3:1 fyrir Val.

Í síðari hálfleik virtist Valur ætla að klára leikinn af öryggi, voru meira með boltann og líklegri til að skora. ÍA hleypti hins vegar spennu í leikinn þegar Arsenij Buinickij skoraði á 65. mínútu eftir sending frá Marko Andelkovic. Buinickij fékk boltann einn á auðum sjó vinstra megin í teig Valsmanna og skoraði af miklu öryggi.

Við markið hresstust Skagamenn og pressuðu þeir heimamenn og reyndu að jafna leikinn. Valsmenn skoruðu hins vegar fjórða mark sitt á 82. mínútu þegar Kristinn Freyr gaf frábæra sendingu á nafna sinn Inga, sem setti boltann framhjá Páli Gísla í marki Skagamanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Valur sigraði ÍA því 4:2.

Valur 4:2 ÍA opna loka
90. mín. Marko Andelkovic (ÍA) á skot sem er varið Furðuleg sókn ÍA endaði með skoti frá Andelkovic sem Ingvar Kale varði. Áður höfðu Valsmenn bjargað á línu í sömu sókn!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert