Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í knattspyrnu fer í læknisskoðun hjá grísku meisturunum Olympíacos á morgun, og skrifar undir samning við félagið í kjölfarið ef allt gengur eftir. Þetta staðfesti Alfreð við mbl.is rétt í þessu.
Þar með er ljóst að Alfreð spilar í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti á komandi vetri en Olympíacos er eitt þeirra félaga sem á sæti í riðlakeppninni sem hefst í september, og þarf ekki að spila um að komast þangað.
Um er að ræða eins árs lánssamning frá Real Sociedad og kauprétt gríska félagsins að þeim tíma liðnum.