Sóknarmaðurinn Indriði Áki Þorláksson er genginn til liðs við 1. deildarlið Fram í knattspyrnu en FH-ingar lánuðu hann til Keflvíkinga í vor.
Indriði, sem verður tvítugur um næstu helgi, kom til FH frá Val síðasta sumar en spilaði ekki deildarleik fyrir Hafnarfjarðarliðið. Hann lék sex leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni fyrri hluta sumars, þrjá þeirra í byrjunarliðinu og á samtals að baki 33 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 8 mörk.
Þar með hafa Framarar fengið sjö nýja leikmenn til sín frá því opnað var fyrir félagaskiptin 15. júlí, nær eingöngu sóknarmenn eins og sjá má í þessu yfirliti yfir breytingarnar á liðunum:
Félagaskipti íslensku liðanna.