Sandra Sigurðardóttir, markvörður Stjörnunnar, var skiljanlega sátt eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið skoraði þá tvö mörk á síðustu átta mínútunum og tryggði 2:1 sigur á Selfossi.
„Ég fann að við vorum að klára þetta. Það var búið að liggja svolítið á okkur svo það var mjög ljúft að klára þetta,“ sagði Sandra við mbl.is eftir leik.
„Við ætluðum að reyna að spila okkar bolta eins og í sumar. Leikirnir við þær í sumar hafa verið mjög erfiðir þar sem við töpuðum á heimavelli svo þetta gat fallið hvoru megin sem var,“ sagði Sandra og sagði vissulega sætara að vinna leikinn á þennan hátt.
Nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.
Sjá: Stjarnan bikarmeistari eftir magnaða endurkomu
Sjá: Ólafur fékk brasilískt vatnsbað í miðju viðtali
Sjá: Svona vill maður sigra bikarleiki
Sjá: „Selfyssingar eru frábærir“