Það voru fimm leikir á dagskrá í 17. umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld. Stjarnan sigraði Þrótt með tveimur mörkum gegn engu á Valbjarnarvellinum þar sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Francielle skoruðu mörkin.
Sigur Breiðabliks á Þór/KA á Akureyri þýðir hins vegar að Blikar eru Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 10 ár. Breiðablik er með 47 stig en Stjarnan 42 fyrir lokaumferð deildarinnar.
Afturelding tapaði fyrir Fylki með einu marki gegn engu á heimavelli sínum í Mosfellsbænum og féll þar með niður í 1. deild. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði sigurmark Fylkis.
Selfoss gjörsigraði KR á Alvogen-vellinum með sjö mörkum gegn einu þar sem KR komst yfir með marki frá Shakiru Duncan, en mörkum Selfoss rigndi svo inn í kjölfarið. KR er sloppið vegna ósigurs Aftureldingar sem hefði þurft þrjú stig úr sínum leik. Dagný Brynjarsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Donna Henry gerðu tvö mörk hver fyrir Selfoss og Erna Guðjónsdóttir eitt
Þá gerðu ÍBV og Valur 1:1 jafntefli í Vestmannaeyjum.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar kom liði sínu yfir á 17. mínútu leiksins og Francielle gulltryggði sigur Stjörnunnar með marki undir lok leiksins.
Þróttarar börðust vel í leiknum og hefðu hæglega getað jafnað metin úr einni af hættulegum hornspyrnum sínum í leiknum. Stjarnan var hins vegar meira með boltann í leiknum og fengu fleiri færi úr opnu spili þannig að sigurinn var heilt yfir sanngjarn.
Úrslit í leikjum dagsins:
Þróttur R. - Stjarnan 0:2
Þór/KA - Breiðablik 1:2
Afturelding - Fylkir 0:1
KR - Selfoss 1:7
ÍBV - Valur 1:1
_______________________________________________________________________
90. Leik lokið á Valbjarnarvellinum með 2:0 sigri Stjörnunnar. Það dugir hins vegar ekki til þar sem Breiðablik vann Þór/KA á Akureyri og tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.
90. MARK. Staðan er 1:1 í Eyjum. Valur jafnar metin gegn ÍBV á lokamínútum leiksins.
MARK. Staðan er 7:1 fyrir Selfoss á Alvogen-vellinum. Donna Kay Henry skorar sitt annað mark í leiknum.
90. Skipting hjá Þrótti. Útaf fer Eva Þóra Hartmannsdóttir og inná kemur Halla María Hjálmarsdóttir.
88. Skipting hjá Stjörnunni. Útaf fer Rúna Sif Stefánsdóttir og inná kemur Theodóra Dís Agnarsdóttir.
85. MARK. Staðan er 2:0 fyrir Stjörnuna. Francielle skorar annað mark Stjörnuunar í leiknum.
84. Þróttur gerir breytingu á liði sínu. Út af fer Anna Birna Þorvarðardóttir og inn á kemur Bergrós Lilja Jónsdóttir.
79. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar kemst í gott færi, en Mckenzie Sauerwein, markvörður Þróttar, ver fínt skot hennar vel.
77. Stjarnan gerir breytingu á liðin sínu. Útaf fer Bryndis Björnsdóttir og inn á kemur Rachel S. Pitman.
76. MARK. Staðan er 6:1 fyrir Selfoss á Alvogen-vellinum. Guðmunda Brynja Óladóttir skorar sitt annað mark í leiknum.
76. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar kemst í gott færi, en Mckenzie Sauerwein, markvörður Þróttar ver fínt skot hennar vel.
73. Þróttur fær þrjár hornspyrnur í röð og hafa verið nálægt því að skora í öll skiptin.
72. Þróttur gerir breytingu á liði sínu. Útaf fer Kristrún Rose Rúnarsdóttir og inn á kemur Þórkatla María Halldórsdóttir.
71. MARK. Staðan er 5:1 fyrir Selfoss á Alvogen-vellinum. Donna Kay Henry skorar fimmta mark Selfoss í leiknum.
70. Poliana, leikmaður Stjörnunnar með skot í stöngina.
69. Stjarnan gerir breytingu á liði sínu. Útaf fer Guðrún Karítas Sigurðardóttir og inn á kemur kemur Kristrún Kristjánsdóttir.
68. Þrótur fær fyrstu hornspyrnu seinni hálfleiks og úr henni skapast nokkur hætta.
62. MARK. Staðan er 2:1 fyrir Blika á Akureyri sem verða Íslandsmeistarar ef að leikurin endar svona. Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir.
58. Harpa Þorseinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar kemst í dauðafæri en skýtur framhjá.
55. MARK. Staðan er 4:1 fyrir Selfoss. Dagný Brynjarsdóttir skorar annað mark sitt í leiknum.
51. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, á skot sem sleikir stöngina.
47. MARK. Staðan er 1:1 á Akureyri. Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnar metin fyrir Blika.
46. Seinni hálfleikur er hafinn hér á Valbjarnavellinum. Þróttur byrjar með boltann.
45. Háfleikur á Valbjarnarvellinum. Stjarnan leiðir með einu marki gegn engu í hálfleik.
44. MARK. Staðan er 3:1 fyrir Selfoss á Alvogen-vellinum. Erna Guðjónsdóttir skorar þriðja mark Selfoss í leiknum.
44. Stjarnan fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
43. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, með skot sem Mckenzie Sauerwein, markvörður Þróttar ver vel.
32. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, með skot framhjá eftir laglega sókn.
31. MARK. Staðan er 2:1 fyrir Selfoss. Guðmunda Brynja Óladóttir kemur Selfoss yfir.
28. MARK. Staðan er 1:1 í leik KR og Selfoss. Dagný Brynjarsdóttir jafnar metin fyrir Selfoss.
25. MARK. Staðan er 1:0 fyrir Þór/KA gegn Breiðabliki á Akureyri. Lillý Rut Hlynsdóttir skoraði mark Þór/KA. Stjarnan er eins og staðan er núna aðeins tveimur stigum frá toppliði Breiðabliks.
23. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar með skot sem Mckenzie Sauerwein, markvörður Þróttar ver.
22. MARK. 1:0 fyrir KR sem er að spila við Selfoss á Alvogenvellinum. Shakira Ducan skoraði mark KR.
19. MARK. 1:0 fyrir ÍBV sem er að spila við Val í Eyjum.
17. MARK. 1:0 fyrir Stjörnunar. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir kemur Stjörnunni yfir með laglegu marki eftir sendingu frá Hörpu Þorteinsdtóttur.
16. MARK. 1:0 fyrir Fylki í Mosfellsbænum.
16. Francielle, leikmaður Stjörnunnar, með skot sem fer framhjá.
8. Eva Þóra Hartmannsdóttir, leikmaður Þróttar, á skot sem Sandra Siguðardóttir, markvörður Stjörnunnar, ve nokkuð auðveldlega.
5. Rúna Sif Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, á skot framhjá.
1. Leikurinn er hafinn hér á Valbjarnarvelli. Stjarnan byrjar með bolltann.
0. Byrjunarlið liðanna hér á Valbjarnarvellinum eru þannig skipuð: