Stjarnan sigraði Þrótt - Afturelding fallin

Stjörnukonur sigruðu Þrótti en það dugði skammt.
Stjörnukonur sigruðu Þrótti en það dugði skammt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það voru fimm leik­ir á dag­skrá í 17. um­ferð Pepsi deild­ar kvenna í kvöld. Stjarn­an sigraði Þrótt með tveim­ur mörk­um gegn engu á Val­bjarn­ar­vell­in­um þar sem Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir og Francielle skoruðu mörk­in.

Sig­ur Breiðabliks á Þór/​KA á Ak­ur­eyri þýðir hins veg­ar að Blikar eru Íslands­meist­ar­ar í fyrsta skipti í 10 ár. Breiðablik er með 47 stig en Stjarn­an 42 fyr­ir lokaum­ferð deild­ar­inn­ar.

Aft­ur­eld­ing tapaði fyr­ir Fylki með einu marki gegn engu á heima­velli sín­um í Mos­fells­bæn­um og féll þar með niður í 1. deild. Jasmín Erla Inga­dótt­ir skoraði sig­ur­mark Fylk­is.

Sel­foss gjör­sigraði KR á Al­vo­gen-vell­in­um með sjö mörk­um gegn einu þar sem KR komst yfir með marki frá Shak­iru Duncan, en mörk­um Sel­foss rigndi svo inn í kjöl­farið. KR er sloppið vegna ósig­urs Aft­ur­eld­ing­ar sem hefði þurft þrjú stig úr sín­um leik. Dagný  Brynj­ars­dótt­ir, Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir og Donna Henry gerðu tvö mörk hver fyr­ir Sel­foss og Erna Guðjóns­dótt­ir eitt 

Þá gerðu ÍBV og Val­ur 1:1 jafn­tefli í Vest­manna­eyj­um.

Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir, fyr­irliði Stjörn­unn­ar kom liði sínu yfir á 17. mín­útu leiks­ins og Francielle gull­tryggði sig­ur Stjörn­unn­ar með marki und­ir lok leiks­ins.

Þrótt­ar­ar börðust vel í leikn­um og hefðu hæg­lega getað jafnað met­in úr einni af hættu­leg­um horn­spyrn­um sín­um í leikn­um. Stjarn­an var hins veg­ar meira með bolt­ann í leikn­um og fengu fleiri færi úr opnu spili þannig að sig­ur­inn var heilt yfir sann­gjarn. 

Úrslit í leikj­um dags­ins:

Þrótt­ur R. - Stjarn­an 0:2
Þór/​KA - Breiðablik 1:2
Aft­ur­eld­ing - Fylk­ir 0:1
KR - Sel­foss  1:7
ÍBV - Val­ur  1:1

_______________________________________________________________________

90. Leik lokið á Val­bjarn­ar­vell­in­um með 2:0 sigri Stjörn­unn­ar. Það dug­ir hins veg­ar ekki til þar sem Breiðablik vann Þór/​KA á Ak­ur­eyri og tryggðu sér þar með Íslands­meist­ara­titil­inn. 

90. MARK. Staðan er 1:1 í Eyj­um. Val­ur jafn­ar met­in gegn ÍBV á loka­mín­út­um leiks­ins. 

MARK. Staðan er 7:1 fyr­ir Sel­foss á Al­vo­gen-vell­in­um. Donna Kay Henry skor­ar sitt annað mark í leikn­um.

90. Skipt­ing hjá Þrótti. Útaf fer Eva Þóra Hart­manns­dótt­ir og inná kem­ur Halla María Hjálm­ars­dótt­ir. 

88. Skipt­ing hjá Stjörn­unni. Útaf fer Rúna Sif Stef­áns­dótt­ir og inná kem­ur Theo­dóra Dís Agn­ars­dótt­ir.  

85. MARK. Staðan er 2:0 fyr­ir Stjörn­una. Francielle skor­ar annað mark Stjörnu­un­ar í leikn­um. 

84. Þrótt­ur ger­ir breyt­ingu á liði sínu. Út af fer Anna Birna Þor­varðardótt­ir og inn á kem­ur Bergrós Lilja Jóns­dótt­ir.  

79. Harpa Þor­steins­dótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar kemst í gott færi, en Mckenzie Sau­erwein, markvörður Þrótt­ar, ver fínt skot henn­ar vel.

77. Stjarn­an ger­ir breyt­ingu á liðin sínu. Útaf fer Brynd­is Björns­dótt­ir og inn á kem­ur Rachel S. Pitman.

76. MARK. Staðan er 6:1 fyr­ir Sel­foss á Al­vo­gen-vell­in­um. Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir skor­ar sitt annað mark í leikn­um.

76. Harpa Þor­steins­dótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar kemst í gott færi, en Mckenzie Sau­erwein, markvörður Þrótt­ar ver fínt skot henn­ar vel.

73. Þrótt­ur fær þrjár horn­spyrn­ur í röð og hafa verið ná­lægt því að skora í öll skipt­in. 

72. Þrótt­ur ger­ir breyt­ingu á liði sínu. Útaf fer Kristrún Rose Rún­ars­dótt­ir og inn á kem­ur Þórkatla María Hall­dórs­dótt­ir. 

71. MARK. Staðan er 5:1 fyr­ir Sel­foss á Al­vo­gen-vell­in­um. Donna Kay Henry skor­ar fimmta mark Sel­foss í leikn­um. 

70. Poli­ana, leikmaður Stjörn­unn­ar með skot í stöng­ina. 

69. Stjarn­an ger­ir breyt­ingu á liði sínu. Útaf fer Guðrún Karítas Sig­urðardótt­ir og inn á kem­ur kem­ur Kristrún Kristjáns­dótt­ir. 

68. Þrót­ur fær fyrstu horn­spyrnu seinni hálfleiks og úr henni skap­ast nokk­ur hætta. 

62. MARK. Staðan er 2:1 fyr­ir Blika á Ak­ur­eyri sem verða Íslands­meist­ar­ar ef að leik­ur­in end­ar svona. Fann­dís Friðriks­dótt­ir kom Blik­um yfir.

58. Harpa Þor­seins­dótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar kemst í dauðafæri en skýt­ur fram­hjá. 

55. MARK. Staðan er 4:1 fyr­ir Sel­foss. Dagný Brynj­ars­dótt­ir skor­ar annað mark sitt í leikn­um.  

51. Harpa Þor­steins­dótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar, á skot sem sleik­ir stöng­ina.  

47. MARK. Staðan er 1:1 á Ak­ur­eyri. Telma Hjaltalín Þrast­ar­dótt­ir jafn­ar met­in fyr­ir Blika. 

46. Seinni hálfleik­ur er haf­inn hér á Val­bjarna­vell­in­um. Þrótt­ur byrj­ar með bolt­ann.

45. Há­fleik­ur á Val­bjarn­ar­vell­in­um. Stjarn­an leiðir með einu marki gegn engu í hálfleik. 

44. MARK. Staðan er 3:1 fyr­ir Sel­foss á Al­vo­gen-vell­in­um. Erna Guðjóns­dótt­ir skor­ar þriðja mark Sel­foss í leikn­um. 

44. Stjarn­an fær fyrstu horn­spyrnu leiks­ins. 

43. Guðrún Karítas Sig­urðardótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar, með skot sem Mckenzie Sau­erwein, markvörður Þrótt­ar ver vel.

32. Guðrún Karítas Sig­urðardótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar, með skot fram­hjá eft­ir lag­lega sókn. 

31. MARK. Staðan er 2:1 fyr­ir Sel­foss. Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir kem­ur Sel­foss yfir. 

28. MARK. Staðan er 1:1 í leik KR og Sel­foss. Dagný Brynj­ars­dótt­ir jafn­ar met­in fyr­ir Sel­foss. 

25. MARK. Staðan er 1:0 fyr­ir Þór/​KA gegn Breiðabliki á Ak­ur­eyri. Lillý Rut Hlyns­dótt­ir skoraði mark Þór/​KA. Stjarn­an er eins og staðan er núna aðeins tveim­ur stig­um frá toppliði Breiðabliks.

23. Harpa Þor­steins­dótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar með skot sem Mckenzie Sau­erwein, markvörður Þrótt­ar ver.

22. MARK. 1:0 fyr­ir KR sem er að spila við Sel­foss á Al­vo­genvell­in­um. Shakira Ducan skoraði mark KR.

19. MARK. 1:0 fyr­ir ÍBV sem er að spila við Val í Eyj­um. 

17. MARK. 1:0 fyr­ir Stjörn­un­ar. Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir kem­ur Stjörn­unni yfir með lag­legu marki eft­ir send­ingu frá Hörpu Þorteins­dtótt­ur.

16. MARK. 1:0 fyr­ir Fylki í Mos­fells­bæn­um. 

16. Francielle, leikmaður Stjörn­unn­ar, með skot sem fer fram­hjá.  

8. Eva Þóra Hart­manns­dótt­ir, leikmaður Þrótt­ar, á skot sem Sandra Siguðardótt­ir, markvörður Stjörn­unn­ar, ve nokkuð auðveld­lega.

5. Rúna Sif Stef­áns­dótt­ir, leikmaður Stjörn­unn­ar, á skot fram­hjá.

1. Leik­ur­inn er haf­inn hér á Val­bjarn­ar­velli. Stjarn­an byrj­ar með bollt­ann.

0. Byrj­un­arlið liðanna hér á Val­bjarn­ar­vell­in­um eru þannig skipuð:

Þrótt­ur R. Stjarn­an
 
21  Mckenzie Sau­erwein (M)   Sandra Sig­urðardótt­ir  (M)  
Gabrí­ela Jóns­dótt­ir     Shannon El­iza­beth Woell­er   
Kristrún Rose Rún­ars­dótt­ir  (F)   Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir (F)  
Anna Garðars­dótt­ir     11  Guðrún Karítas Sig­urðardótt­ir    
10  Val­gerður Jó­hanns­dótt­ir     13  Lára Krist­ín Peder­sen    
12  Stef­an­ía Ragn­ars­dótt­ir     17  Rúna Sif Stef­áns­dótt­ir    
13  Eva Þóra Hart­manns­dótt­ir     19  Anna Björk Kristjáns­dótt­ir    
16  Sól­ey María Stein­ars­dótt­ir     21  Francielle Manoel Al­berto   
17  Anna Birna Þor­varðardótt­ir     22  Poli­ana Bar­bosa Medeiros   
18  Álf­hild­ur Rósa Kjart­ans­dótt­ir     24  Bryn­dís Björns­dótt­ir    
19  Jade A. Flory    26  Harpa Þor­steins­dótt­ir  
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka