Þróttur fylgir Víkingi upp í efstu deild

Lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu fór fram með glæsibrag. Þróttur vann sigur á Selfossi í Laugardalnum og mun fylgja Víkingi upp í efstu deild á næsta tímabili.

Þrótturum dugði jafntefli þegar liðið tók á móti Selfossi á Gervigrasinu í Laugardal í dag. Þeir gerðu þó betur og unnu Selfoss 1:0 í rólegasta leik dagsins. Viktor Jónsson skoraði eina mark leiksins á 37. mínútu leiksins eftir góða skyndisókn Þróttara. Þetta var 19. mark Viktors í 1. deildinni á tímabilinu.

Þór tók á móti KA á Akureyri en bæði liðin voru með 38 stig fyrir leikinn og sátu í 4. og 3. sæti. Eina leiðin fyrir Akureyrarliðin til að ná öðru sætinu var að vinna stórsigur og að vonast til þess að Selfyssingum tækist að vinna ævintýralegan útisigur á Þrótti. 

Þórsarar hófu leikinn af krafti en það voru gestirnir sem komust í forystu þegar Sandor Matus, leikmaður Þórs, skoraði sjálfsmark á 25. mínútu. Benjamin James Everson bætti öðru marki KA við á 48. mínútu. Á 60. mínutu fékk Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, beint rautt spjald fyrir mikinn háskaleik.

Dagurinn varð bara verri og verri fyrir heimamenn því Sveinn Elías Jónsson kom KA í 3:0 með öðru sjálfsmarki Þórs á 78. mínútu og mínútu síðar fékk Jónas Björgvin Sigurbergsson að líta sitt annað gula spjald og voru Þórsarar orðnir níu. Lokatölur voru 3:0 fyrir KA sem dugði þó ekki til því Selfyssingar biðu lægri hlut fyrir Þrótti.

Víkingur Ólafsvík sigraði Fjarðabyggð 6:2 í frábærum leik á Ólafsvíkurvelli. Ólsarar eru langefstir í 1. deildinni og Fjarðabyggð í miðri deild. Heimamenn komust í 3:0 forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Ingólfi Sigurðssyni, Alfreð Má Hjaltalín og Birni Pálssyni. 

Fjarðabyggð minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik með marki Viðars Þórs Sigurðssonar á 50. mínútu en Kristinn Magnús Pétursson skoraði 4. mark heimamanna tveimur mínútum síðar. Viðar bætti öðru marki sínu við á 65. mínútu en Ólsarar voru staðráðnir í að halda að minnsta kosti þriggja marka forystu og Fannar Hilmarsson skoraði fimmta mark heimamanna á 71. mínutu. 

Á 91. mínútu skoraði Viðar Þór þriðja markið sitt í leiknum, en þriðja markið var þó sjálfsmark. Með markinu jafnaði Víkingur Ólafsvík markamet 1. deildarinnar og með sigrinum sló liðið stigametið. Í heildina var þetta góður dagur fyrir Víking.

Hið sama má ekki segja um Fram en liðið tapaði 7:2 fyrir Grindavík á útivelli. Framarar komust yfir á 7. mínútu með marki Brynjars Benediktssonar en eftir það skoruðu heimamenn hvert markið á fætur öðru. Angel Guirado átti stórleik, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. Alex Freyr Hilmarsson var ekki síðri en hann skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú. Atli Fannar Jónsson skoraði annað mark Fram á 66. mínútu og Magnús Björgvinsson og Matthías Örn Friðriksson komust einnig á blað hjá Grindavík.

Botnlið BÍ/Bolungarvíkur tók á móti Gróttu á Torfnesvelli. Bæði liðin eru fallin og var um lítið að spila í dag. Nikulás Jónsson skoraði fyrsta mark heimamanna á lokamínútum fyrri hálfleiks. Jóhannes Hilmarsson jafnaði metin fyrir Gróttu á 55. mínútu en Pape Mamadou Faye kom BÍ/Bolungarvík aftur í forystu 4 mínútum síðar. Lokatölur urðu 2:1.

HK og Haukar mættust í Kórnum í 6. leik lokaumferðarinnar. HK vann 2:0 sigur í heldur rólegum leik. Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði fyrsta mark HK með skallamarki á 11. mínútu og Jón Gunnar Eysteinsson skoraði annað mark, einnig með skalla, á 70. mínútu. Beitir Ólafsson, markvörður HK, varði vítaspyrnu Björgvins Stefánssonar á 79. mínútu.

Lokastaðan í deildinni: Víkingur Ó. 54 stig, Þróttur R. 44, KA 41, Þór 38, Grindavík 36, Haukar 34, Fjarðabyggð 31, HK 31, Fram 21, Selfoss 20, Grótta 15, BÍ/Bolungarvík 10.

Það verða Huginn á Seyðisfirði og Leiknir á Fáskrúðsfirði sem koma í stað Gróttu og BÍ/Bolungarvíkur.

Endurhlaða þarf síðuna svo lýsingin hér að neðan uppfærist.

Leikir dagsins:
Víkingur Ó. – Fjarðabyggð 6:2
HK – Haukar 2:0
Grindavík – Fram 7:2
BÍ/Bolungarvík – Grótta 2:1
Þróttur – Selfoss 1:0
Þór – KA 0:3

Flautað er til leiksloka Liðin í 1. deildinni kveðja okkur með glæsibrag.

15:54 Rautt spjald! BÍ/Bolungarvík 2:1 Grótta Árni Freyr Ásgeirsson fær rautt spjald í blálokin.

15:48 MARK!!! Víkingur Ó. 6:2 Fjarðabyggð Víkingar eru búnir að jafna markamet 1. deildarinnar og það var Viðar Þór Sigurðsson sem skoraði markið. Honum þykir það sennilega ekkert merkilegt enda var um sjálfsmark að ræða.

15:39 MARK!!! Grindavík 7:2 Fram Framarar eru í æsispennandi keppni við Þór um hvort liðið geti átt verri leik í lokaumferðinni. Matthías Örn Friðriksson skorar eftir stoðsendingu frá Alex Frey Hilmarssyni sem er kominn með 2 mörk og 3 stoðsendingar.

15:35 HK 2:0 Haukar Beitir Ólafsson, markvörður HK, ver vítaspyrnu Björgvins Stefánssonar. Beitir hefur átt afar góðan leik.

15:32 Rautt spjald! Þór 0:3 KA Annað rauða spjaldið sem heimamenn fá. Jónas Björgvin Sigurbergsson fær sitt annað gula spjald fyrir brot á Baldvini Ólafssyni. Ja hérna!

15:31 MARK!!! Þór 0:3 KA Annað sjálfsmark Þórsara í dag. Í þetta sinn á Sveinn Elías Jónsson heiðurinn. Sem betur fer fyrir Þórsara er þetta lokaumferðin.

15:29 MARK!!! Víkingur Ó. 5:2 Fjarðabyggð Fannar Hilmarsson skorar fimmta mark Víkings í dag eftir misheppnaða rangstöðugildru gestanna.

15:28 MARK!!! HK 2:0 Haukar HK-ingar minna okkur á að þeir eigi líka leik í dag. Jón Gunnar Eysteinsson skorar annað mark heimamanna og jafnframt annað skallamark þeirra í dag.

15:27 MARK!!! Grindavík 6:2 Fram Það lítur ekki út fyrir að Framarar endurtaki leik Grindvíkinga úr fyrri hálfleik. Alex Freyr Hilmarsson skorar annað mark sitt í leiknum og sjötta mark Grindavíkur í dag eftir stoðsendingu frá Angel Guirado. Þeir hafa verið stórhættulegir í dag.

15:24 MARK!!! Grindavík 5:2 Fram Grindvíkingar missa boltann á miðjunni og Atli Fannar Jónsson skýst upp völlinn og skorar. Ætli Framarar nái svipaðri endurkomu og Grindvíkingar í fyrri hálfleik?

15:23 MARK!!! Víkingur Ó. 4:2 Fjarðabyggð Viðar Þór Sigurðsson minnkar muninn fyrir Fjarðabyggð.

15:20 MARK!!! BÍ/Bolungarvík 2:1 Grótta Heimamenn eru fljótir að svara fyrir sig. Pape Mamadou Faye skoraði markið.

15:17 MARK!!! Grindavík 5:1 Fram Í þetta sinn eru það Grindvíkingar sem skora fyrsta mark hálfleiksins. Angel Guirado fullkomnar þrennuna eftir stoðsendingu frá Hákoni Ívari Ólafssyni.

15:14 MARK!!! BÍ/Bolungarvík 1:1 Grótta Seltirningar eru búnir að jafna metin. Jóhannes Hilmarsson kemst í gegn eftir stoðsendingu frá Agnari Guðjónssyni og skorar af öryggi.

15:13 Rautt Spjald! Þór 0:2 KA Dagur Þórsara verður verri og verri en Jóhann Helgi Hannesson var rekinn af velli.

15:06 MARK!!! Víkingur Ó. 4:1 Fjarðabyggð Heimamenn svara strax með marki. Hinn 19 ára gamli Kristinn Magnús Pétursson er markaskorarinn.

15:06 MARK!!! Víkingur Ó. 3:1 Fjarðabyggð Meðvindurinn í Ólafsvík virðist ekki vera góðkynja. Viðar Þór Sigurðsson skorar markið.

15:00 Þór 0:2 KA Leikmenn KA hljóta að hafa heyrt fréttirnar úr Laugardalnum í hálfleik en þeir eru komnir í tveggja marka forystu. Benjamin James Everson skoraði markið.

15:00 Seinni hálfleikur hafinn.

14:50 Hálfleikur Rokinu tekst ekki að koma í veg fyrir stórskemmtilega lokaumferð í 1. deildinni. 

14:49 MARK!!! BÍ/Bolungarvík 1:0 Grótta Heimamenn komust yfir á lokamínútum fyrri hálfleiks. Nikulás Jónsson skorar frábært mark af löngu færi. Nú er komið mark í hvern einasta leik umferðarinnar. 

14:45 MARK!!! Grindavík 4:1 Fram Það er veisla á Grindavíkurvelli. Magnús Björgvinsson brýst inn í teig Framara og skýtur boltanum undir Bjarka í marki Fram.

14:36 MARK!!! Þróttur 1:0 Selfoss Þróttarar eru komnir yfir og nú eiga Akureyrarliðin á brattan að sækja! Viktor Jónsson skoraði markið.

14:36 MARK!!! Grindavík 3:1 Fram Skemmtilegt mark. Rodrigo Gomes skýtur á markið, boltinn fer af Alex Frey Hilmarssyni og í markið. Þeir munu eflaust báðir gera tilkall til marksins.

14:36 MARK!!! Víkingur Ó. 3:0 Fjarðabyggð Ólsarar eru alls ekki hættir. Björn Pálsson skoraði í þetta sinn. Fjarðabyggð er með gríðarlegan meðvind en tekst ekki að nýta sér hann.

14:35 MARK!!! Víkingur Ó. 2:0 Fjarðabyggð Heimamenn eru komnir í tveggja marka forystu í Ólafsvík. Alfreð Már Hjaltalín skoraði markið.

14:30 MARK!!! Grindavík 2:1 Fram Eftir að hafa lent undir strax á fyrstu mínútum leiksins eru heimamenn komnir 2:1 yfir. Angel Guirado skoraði markið eftir sendingu frá Alex Frey Hilmarssyni. Angel og Alex ná saman í annað sinn í dag.

14:28 MARK!!! Víkingur Ó. 1:0 Fjarðabyggð Ólsarar eru komnir yfir! Ingólfur Sigurðsson lék sér með boltann fyrir utan teig og laumaði honum síðan framhjá Þorvaldi í markinu.

14:23 MARK!!! Þór 0:1 KA Gestirnir, ef gesti má kalla, eru komnir í forystu. Sandor Matus skoraði í eigin mark eftir að hafa farið upp í bolta gegn Elvari Árna. Sandor lá á vellinum og ætlaði að sparka í horn en boltinn fór í markið.

14:12 MARK!!! Grindavík 1:1 Fram Grindvíkingar voru ekki lengi að svara fyrir sig. Angel Guirado skoraði eftir stoðsendingu frá Alex Frey Hilmarssyni. Vindurinn spilaði stórt hlutverk í markinu.

14:12 MARK!!! HK 1:0 Haukar Heimamenn eru komnir í forystu á 12. mínútu. Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum. 

14:06 MARK!!! Grindavík 0:1 Fram Framarar eru komnir í forystu í Grindavík. Brynjar Benediktsson skoraði af stuttu færi eftir sendingu inn í teig.

14:00 Daði Freyr Arnarsson, markvörður BÍ/Bolungarvíkur, meiddist í upphitun og því verður Fabrizio í markinu í hans stað.

14:00 Flautað er til leiks í leikjunum í dag.

0. Á Þórsvelli er Einar Sigtryggsson og mun hann segja frá því sem gerist í grannaslag Þórs og KA:

Það er byrjað að rigna í Þorpinu. Það verður gaman af því að fylgjast með bræðrunum Guðmundi Óla í Þór og Hrannari Birni í KA í þessum leik.

0. Það má hins vegar ekki gleyma því að Þór á einnig séns, en hann er ansi langsóttur. Þórsarar þurfa þá að bursta KA með þrettán marka mun ef Þróttur tapar fyrir Selfossi með einu marki. Þór dugar reyndar að vinna 7:0 ef Þróttur tapar 0:6! Hver ætli stuðullinn sé á því?

0. Eins og lesa má efst í fréttinni eru Þróttarar í bestu stöðunni, með besta markahlutfallið og dugar jafntefli til þess að tryggja sig upp. Skoðum hins vegar nánar það sem getur gerst.

Tapi Þróttarar með einu marki verður KA að bursta granna sína í Þór með minnst fimm marka mun, jafnvel sex mörkum. Tapi Þróttur með tveimur mörkum þarf KA minnst fjögurra marka sigur. Í báðum tilvikum þarf því líka að vera meira skorað í leiknum á Akureyri, annars þarf KA að bæta við einu marki.

0. Velkomin með mbl.is í beina lýsingu frá lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Spennan er mikil hvaða lið fylgir Víkingi Ó. upp um deild, en þar er Þróttur í bestu stöðunni. Botnbaráttan er hins vegar ráðin þar sem BÍ/Bolungarvík og Grótta eru fallin, en þau mætast einmitt í dag.

Byrjunarliðin í leikjum dagsins birtast hér að neðan.

Víkingur Ó. Fjarðabyggð
 BYRJUNARLIÐ
30  Cristian Martinez Liberato (M)   12  Þorvaldur Marteinn Jónsson  (M)  
Guðmundur Reynir Gunnarsson  (F)   Emil Stefánsson    
Egill Jónsson     Elvar Ingi Vignisson    
Björn Pálsson     Brynjar Jónasson    
Tomasz Luba    10  Viktor Örn Guðmundsson    
Kristinn Magnús Pétursson     11  Andri Þór Magnússon  (F)  
11  Ingólfur Sigurðsson     13  Víkingur Pálmason    
13  Emir Dokara    16  Nik Anthony Chamberlain    
18  Alfreð Már Hjaltalín     17  Hákon Þór Sófusson    
23  Admir Kubat    18  Viðar Þór Sigurðsson    
24  Kenan Turudija     23  Bjarni Mark Antonsson  
Grindavík Fram
 BYRJUNARLIÐ
13  Benóný Þórhallsson  (M)   Bjarki Pétursson  (M)  
Hákon Ívar Ólafsson     Tryggvi Sveinn Bjarnason    
Gylfi Örn Á Öfjörð     Ernir Bjarnason   
Rodrigo Gomes Mateo    Daði Guðmundsson    
Alex Freyr Hilmarsson     10  Orri Gunnarsson  (F)  
10  Angel Guirado Aldeguer    16  Arnór Daði Aðalsteinsson    
11  Ásgeir Þór Ingólfsson (F)   17  Sigurður Kristján Friðriksson    
17  Magnús Björgvinsson     18  Örvar Þór Sveinsson    
21  Marinó Axel Helgason     19  Brynjar Benediktsson    
23  Jósef Kristinn Jósefsson     25  Sigurður Gísli Snorrason    
24  Björn Berg Bryde     27  Atli Fannar Jónsson  
Þróttur R. Selfoss
 BYRJUNARLIÐ
30  Trausti Sigurbjörnsson  (M)   Vignir Jóhannesson  (M)  
Hallur Hallsson  (F)   Sigurður Eyberg Guðlaugsson    
Hreinn Ingi Örnólfsson     Matthew Whatley   
Vilhjálmur Pálmason     Einar Ottó Antonsson  (F)  
Oddur Björnsson     Ivanirson Silva Oliveira   
Viktor Jónsson     Elton Renato Livramento Barros   
12  Omar Koroma    10  Ingi Rafn Ingibergsson    
14  Hlynur Hauksson     13  Richard Sæþór Sigurðsson    
15  Tonny Mawejje    18  Arnar Logi Sveinsson    
19  Karl Brynjar Björnsson     21  Brynjar Már Björnsson    
20  Jón Arnar Barðdal     24  Halldór Arnarsson  
Þór KA
 BYRJUNARLIÐ
28  Sandor Matus (M)   23  Srdjan Rajkovic  (M)  
Alfons Sampsted     Hilmar Trausti Arnarsson    
Ármann Pétur Ævarsson     Halldór Hermann Jónsson    
Orri Sigurjónsson     Elfar Árni Aðalsteinsson    
Jónas Björgvin Sigurbergsson     11  Jóhann Helgason  (F)  
Jóhann Helgi Hannesson     16  Davíð Rúnar Bjarnason    
10  Sveinn Elías Jónsson  (F)   19  Benjamin James Everson   
13  Ingi Freyr Hilmarsson     21  Ívar Örn Árnason    
19  Sigurður Marinó Kristjánsson     22  Hrannar Björn Steingrímsson    
20  Guðmundur Óli Steingrímsson     25  Archange Nkumu   
30  Þórður Steinar Hreiðarsson     29  Josip Serdarusic 
BÍ/Bolungarvík Grótta
 BYRJUNARLIÐ
Daði Freyr Arnarsson  (M)   Árni Freyr Ásgeirsson  (M)  
José Carlos Perny Figura    Benis Krasniqi   
Nigel Francis Quashie    Guðmundur Marteinn Hannesson  (F)  
Sigurgeir Sveinn Gíslason  (F)   Ósvald Jarl Traustason    
Viktor Júlíusson     Guðjón Gunnarsson    
10  Pape Mamadou Faye     Jóhannes Hilmarsson    
14  Aaron Walker    13  Agnar Guðjónsson    
15  Nikulás Jónsson     15  Harvey Moyes   
16  Daniel Osafo-Badu    24  Kristján Ómar Björnsson    
19  Pétur Bjarnason     25  Björn Þorláksson    
22  Elmar Atli Garðarsson     26  Viktor Smári Segatta  
HK Haukar
 BYRJUNARLIÐ
Beitir Ólafsson  (M)(F)   25  Magnús Kristófer Anderson  (M)  
Atli Valsson     Aran Nganpanya    
Davíð Magnússon     Þórarinn Jónas Ásgeirsson    
11  Axel Kári Vignisson     Björgvin Stefánsson  (F)  
13  Jón Gunnar Eysteinsson     12  Gunnar Jökull Johns    
16  Guðmundur Þór Júlíusson     13  Andri Fannar Freysson    
18  Guðmundur Atli Steinþórsson     15  Birgir Magnús Birgisson    
21  Andri Geir Alexandersson     17  Gunnlaugur Fannar Guðmundsson    
23  Ágúst Freyr Hallsson     20  Daníel Snorri Guðlaugsson    
24  Árni Arnarson     22  Aron Jóhannsson    
27  Jökull I Elísabetarson     26  Alexander Helgason  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert