„Erum með 2-3 galdramenn“

Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson hefur átt gott sumar í marki FH en hann varð einnig Íslandsmeistari með félaginu árið 2012. Þá kom hann þó aðeins við sögu í einum leik og varð nú Íslandsmeistari í fyrsta skipti sem aðalmarkvörður. 

„Ég vissi að þetta yrði þvílíkt erfiður leikur en ég hef svo gríðarlega mikla trú á þessu liði að ég var vissu um að við myndum klára þetta,“ sagði Róbert um leikinn í dag en sigurmark FH kom á 80. mínútu. 

Róbert hefur aðgang að miklum reynsluboltum í þjálfarateymi FH, Eiríki Þorvarðarsyni sálfræðingi og Kristjáni Finnbogasyni, sexföldum Íslandsmeistara. 

„Ég er gríðarlega ánægður með að fá afnot af þeim,“ sagði Róbert og brosti. 

Viðtalið við Róbert er að finna í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði. 

Róbert með kampavínið á lofti í dag.
Róbert með kampavínið á lofti í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert