Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur lokaleiki sína í undankeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Frakklandi næsta sumar á um miðjan október. Liðið mætir Lettum á Laugardalsvellinum laugardaginn 10. október og Tyrkjum ytra þriðjudaginn 13. október.
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið leikmannahóp Íslands í þessi tvö verkefni.
Fyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, verður í leikbanni í leiknum á móti Lettum eftir að hafa fengið rautt spjald í jafnteflinu gegn Kasakstan sem tryggði farseðilinn til Frakklands.
Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborg, kemur inn í leikmannahóp Íslands og Rúnar Már Sigurjónsson dettur út í hans stað.
Þá er Emil Hallfreðsson aftur í hópnum en hann þurfti að draga sig út úr honum fyrir leikina við Holland og Kasakstan vegna meiðsla. Ólafur Ingi Skúlason, sem kom þá í stað Emils, er áfram í hópnum sem nú telur 24 leikmenn í stað 23 áður.
Hópurinn lítur svona út.
Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson
Ögmundur Kristinsson
Gunnleifur Gunnleifsson
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Ari Freyr Skúlason
Hallgrímur Jónasson
Sölvi Geir Ottesen
Theodór Elmar Bjarnason
Hólmar Örn Eyjólfsson
Kristinn Jónsson
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Birkir Bjarnason
Jóhann Berg Guðmundsson
Rúrik Gíslason
Gylfi Þór Sigurðsson
Ólafur Ingi Skúlason
Sóknarmenn:
Kolbeinn Sigþórsson
Alfreð Finnbogason
Jón Daði Böðvarsson
Viðar Örn Kjartansson
Eiður Smári Guðjohnsen