Þetta er alveg glatað

Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert

„Þetta er alveg glatað. Rifbeinið er að öllum líkindum brákað,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, sem meiddist í leik Íslands og Slóveníu á mánudag.

Myndataka á sjúkrahúsi í Slóveníu sýndi ekkert brot í rifbeinum en Guðbjörg fann fyrir miklum sársauka lengi eftir árekstur sinn við leikmann Slóvena. Hún er nú komin aftur til Noregs en getur ekkert æft með liði sínu Lilleström, enda segja sjúkraþjálfarar liðsins rifbein brákað. Því ætti hún að vera úr leik næstu vikurnar, en framundan eru leikir við Evrópumeistara Frankfurt í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 11. og 18. nóvember, og bikarúrslitaleikur í lok mánaðarins. Útilokað er að Guðbjörg spili síðustu tvo leikina í norsku deildinni, en Lilleström hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn.

„Það þarf allt að ganga upp til að ég nái leikjunum í Meistaradeildinni. Ég tek bara einn dag í einu og vona það besta, en þetta verður tæpt. Ég vona bara innilega að þetta sé einhver lítil sprunga, og að verkurinn hverfi en ég veit ekkert hvað verður. Fyrir mig sem markmann eru þetta algjörir draumaleikir, að mæta besta liði Evrópu. Ég held ennþá í vonina,“ sagði Guðbjörg sem tekur lífinu með ró næstu daga:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert